Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1984, Qupperneq 86
84
Árbók Háskóla íslands
Sigurður fæddist að Hofi í Vopnafirði 8.
janúar 1912. Föðurleggur ættar hans hafði
flæmst þangað úr Jökuldal undan Öskju-
gosinu 1875, árið sem faðir hans fæddist,
og meginþráður í lífsstarfi Sigurðar varð
barátta íslendinga við eld og ís í 1100 ár.
Að loknu stúdentsprófi á Akureyri 1931
var hann einn vetur við háskólann í
Kaupmannahöfn, en fluttist síðan til
Stokkhólms, þar sem þá var mikil Mekka
landmótunar- og kvarterjarðfræði. Þaðan
lauk hann fil. lic. prófi 1939, og fjallaði
prófritgerðin um jöklafræðileg efni.
Sumarið 1934 kom hann heim til að
kanna afleiðingar Grímsvatnagoss og
Skeiðarárhlaups það vor og byrjaði þá
jafnframt að kanna gjóskulög í jarðvegi
með það fyrir augum að rekja gróðursögu
landsins með hjálp þeirra. Þar með var
ráðin rannsóknastefna hans, því gjósku-
lagarannsóknir stundaði hann æ síðan, og
naut sín þar vel fjölhæfni hans og víðtæk
menntun, en gjóskulagarannsóknir snerta
margar greinar: eldQallafræði, fornleifa-
fræði, loftslagsfræði, gróðurfarssögu og
jafnvel jöklafræði. Með hjálp gjóskulaga
las Sigurður úr mómýrum sögu jarðvegs-
eyðingar á Islandi, sem hann rakti til
versnandi veðurfars, eldgosa og mannvist-
ar. Hann var í hópi fyrstu náttúruverndar-
manna vorra.
Þegar Dalvíkur-jarðskjálftinn reið yfir
1934 vildi svo til að Sigurður var staddur á
Akureyri. Var hann fljótur til að kanna
afleiðingar hans og ritaði um skjálftann
sína fyrstu fræðiritgerð, Das Dalvik-
Beben in Nordisland (1937). Sumurin
1936—38 tók hann þátt í Vatnajökulsleið-
öngrum þeirra Jóns Eyþórssonar og Ahl-
manns og skrifaði um merka ritgerð,
Present glacier shrinkage and eustatic
changes of sea-level (1940). Þá tók hann
þátt í samnorrænum fornleifagrefti að
Stöng í Þjórsárdal sumarið 1939 þar sem
aldursgreining með gjóskulögum var not-
uð í fyrsta sinn, en Heklugos 1104 eyddi
landnámsbyggðum Þjórsárdals. Þær rann-
sóknir urðu uppistaða doktorsritgerðar
hans frá Stokkhólmi, Tefrokronologiska
studier pá Island. Þjórsárdalur och dess
förödelse (1944), og mörkuðu jafnframt
upphaf viðskipta hans við Heklu. Þau
skipti áttu eftir að endast næstu 40 árin. 1
doktorsritgerðinni notaði Sigurður orðin
tephra og tephrochronologia fyrir eld-
fjallaösku og öskulagatímatal og hafði úr
Meteorologica Aristótelesar. Þau eru nú
alþjóðleg fræðiorð enda Sigurður faðir
gjóskulagafræðinnar.
Á Svíþjóðarárum sínum, svo sem jafn-
an, kom Sigurður víða við og tengdist vin-
áttuböndum ýmsum helstu andans mönn-
um þar í landi. Hann skrifaði talsvert í
sænsku blöðin um ýmis efni, stjómmál,
bókmenntir og stöðu íslands í heimsstyrj-
öldinni, auk þess ferðasögur o. fl. Sömu-
leiðis gerðist hann handgenginn Bellman
og sænskri þjóðlagamenningu, sem hann
flutti með sér heim svo sem alkunnugt er.
Sigurður kom heim undir lok stríðsins
og tók skömmu seinna við stöðu forstöðu-
manns jarðfræðideildar Náttúrugripa-
safnsins (1947). Háskólaárið 1950 —51 var
hann settur prófessor við Stokkhólmshá-
skóla með tilboði um að ílendast en kaus
að hverfa aftur til starfa heima. 1968 var
hann skipaður prófessor í jarð- og landa-
fræði við nýstofnaða verkfræði- og raun-
vísindadeild Háskóla íslands.
Skömmu eftir heimkomu Sigurðar gaus
Hekla eftir aldarlangt hlé. Nú voru íslend-
ingar í fyrsta sinn færir um kerfisbundnar
og umfangsmiklar rannsóknir á eldgosi,
og var Sigurður mjög virkur í þeim; hann
skrifaði þrjú bindi safnritsins um Heklu-
elda 1947—48, þ. á m. grundvallarritið
The Eruptions of Hekla in Historical
times. A Tephrochronological Study
(1967). Hann rannsakaði einnig og skrifaði
um gossögu Kverkljalla (1950), Öræfajök-
uls (1958), Grímsvatna (1974) og Kötlu
(1975). Jafnframt var hann viðriðinn