Árbók Háskóla Íslands

Volume

Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1984, Page 88

Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1984, Page 88
86 Árbók Háskóla íslands komin út frá hans hendi, er hann féll frá. Hafði hann þá gefið út úrval af Þjóðsög- um Jóns Árnasonar í níu bindum. Bækur og ritgerðir reit hann um íslensk- an framburð, skáldskap Stephans G. Stephanssonar, Halldórs Laxness og Jó- hannesar úr Kötlum og um íslenska brag- fræði. Kom bók hans Bragur og Ijóðstíll út í þrem útgáfum. Mikilsverðar eru rann- sóknir hans á frásagnaraðferðum íslend- ingasagna. Nefndi hann viðhorf sín sagnfestukenningu hina nýju og reit frá þeim sjónarhóli um Hrafnkels sögu og Grettis sögu. Óskar Halldórsson einkenndi meðfædd háttvísi, persónuþokki, yfirlætisleysi og skýrleiki í framsetningu talaðs máls og seiðandi rödd. Komu persónutöfrar hans vel fram í ljóðalestri, en hann var mjög eftirsóttur upplesari, bæði í útvarpi og á samkomum háskólans. Kenndi hann um árabil verðandi Ieikurum upplestur og framsögn. Kveikti hann neista með áheyr- endum sínum er hann lauk upp fyrir þeim ljóði eða sögu. Fræði hans voru honum uppspretta listnautnar. ÞKÞ Krislbjörn Tryggvason, fyrrum prófessor í barnasjúkdómafræði við læknadeild, and- aðist aðfaranótt 23. ágúst 1983. Kristbjörn Tryggvason fæddist i Reykjavík 29. júlí 1909. Stúdentsprófi lauk Kristbjöm frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 1931 og embættisprófi í læknisfræði frá Háskóla íslands sumarið 1936. Hann stundaði sérnám í sjúkrahús- um í Kaupmannahöfn og var viðurkennd- ur sérfræðingur í barnalækningum hér á landi í nóvember 1940. Eftir heimkomuna frá Kaupmannahöfn sama ár hóf hann störf í sérgrein sinni. Á þeim árum tíðkað- ist það, að læknar færu í sjúkravitjanir í heimahús jafnt að nóttu sem degi og þar var Kristbjörn Tryggvason engin undan- tekning nema síður væri. Munu þeir vera ærið margir, sem minnast með þakklæti heimsókna hans á hvaða tíma sólarhrings sem var til veikra bama sinna. Hann var sterkur persónuleiki og átti að verðleikum óskorað traust sinna sjúklinga. Kristbjörn var afar glöggur að greina sjúkdóma við sóttarsæng. Samviskusemi var honum í blóð borin og hann hlífði sér hvergi þar sem hann gat orðið að liði. Skapaðist því iðulega náið persónulegt samband og vin- átta milli læknisins, sjúklinga hans og að- standenda þeirra, sem ekki rofnaði þótt árin liðu. Á þeim árum, sem Kristbjörn stundaði bamalækningar úti á meðal fólks í Reykjavík, vann hann jafnframt sem að- stoðarlæknir ungbarnaverndar Líknar og síðar á Heilsuverndarstöð Reykjavíkur. Var honum starfið að heilsuverndarmál- um yngstu kynslóðarinnar ávallt mjög hugleikið, enda leituðu heilbrigðisyfirvöld oft ráða hjá honum varðandi skipulag í þeim efnum. Þegar barnadeild var sett á stofn við Landspítalann árið 1956, var Kristbjörn ráðinn þar deildarlæknir og síðar var hann skipaður yfirlæknir deildarinnar. Árið 1965 flutti barnadeildin í nýtt fullkomið húsnæði í Landspítalanum. Mat Krist- björn ávallt mikils þann stóra þátt, sem félagskonur í Kvenfélagi Hringsins áttu i að skapa hina nýju og bættu aðstöðu. Árið 1960 var Kristbjörn skipaður dós- ent í barnasjúkdómafræði við Háskóla Is- lands og 1970 prófessor í greininni. Hann var mjög rómaður af stúdentum sem góð- ur kennari og þóttu verkleg námskeið hans til fyrirmyndar. Kristbjörn fylgdist vel með í fræðigrein sinni og fór oft j heimsóknir til erlendra sjúkrahúsa, a Norðurlöndum, í Bretlandi og í Banda- ríkjunum. Meðal annars var honum boðið til Harvard-háskóla, þar sem hann flutti fyrirlestra.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204
Page 205
Page 206
Page 207
Page 208
Page 209
Page 210
Page 211
Page 212
Page 213
Page 214
Page 215
Page 216
Page 217
Page 218
Page 219
Page 220
Page 221
Page 222
Page 223
Page 224
Page 225
Page 226
Page 227
Page 228

x

Árbók Háskóla Íslands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Háskóla Íslands
https://timarit.is/publication/588

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.