Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1984, Qupperneq 88
86
Árbók Háskóla íslands
komin út frá hans hendi, er hann féll frá.
Hafði hann þá gefið út úrval af Þjóðsög-
um Jóns Árnasonar í níu bindum.
Bækur og ritgerðir reit hann um íslensk-
an framburð, skáldskap Stephans G.
Stephanssonar, Halldórs Laxness og Jó-
hannesar úr Kötlum og um íslenska brag-
fræði. Kom bók hans Bragur og Ijóðstíll út
í þrem útgáfum. Mikilsverðar eru rann-
sóknir hans á frásagnaraðferðum íslend-
ingasagna. Nefndi hann viðhorf sín
sagnfestukenningu hina nýju og reit frá
þeim sjónarhóli um Hrafnkels sögu og
Grettis sögu.
Óskar Halldórsson einkenndi meðfædd
háttvísi, persónuþokki, yfirlætisleysi og
skýrleiki í framsetningu talaðs máls og
seiðandi rödd. Komu persónutöfrar hans
vel fram í ljóðalestri, en hann var mjög
eftirsóttur upplesari, bæði í útvarpi og á
samkomum háskólans. Kenndi hann um
árabil verðandi Ieikurum upplestur og
framsögn. Kveikti hann neista með áheyr-
endum sínum er hann lauk upp fyrir þeim
ljóði eða sögu. Fræði hans voru honum
uppspretta listnautnar.
ÞKÞ
Krislbjörn Tryggvason, fyrrum prófessor í
barnasjúkdómafræði við læknadeild, and-
aðist aðfaranótt 23. ágúst 1983.
Kristbjörn Tryggvason fæddist i
Reykjavík 29. júlí 1909. Stúdentsprófi
lauk Kristbjöm frá Menntaskólanum í
Reykjavík árið 1931 og embættisprófi í
læknisfræði frá Háskóla íslands sumarið
1936. Hann stundaði sérnám í sjúkrahús-
um í Kaupmannahöfn og var viðurkennd-
ur sérfræðingur í barnalækningum hér á
landi í nóvember 1940. Eftir heimkomuna
frá Kaupmannahöfn sama ár hóf hann
störf í sérgrein sinni. Á þeim árum tíðkað-
ist það, að læknar færu í sjúkravitjanir í
heimahús jafnt að nóttu sem degi og þar
var Kristbjörn Tryggvason engin undan-
tekning nema síður væri. Munu þeir vera
ærið margir, sem minnast með þakklæti
heimsókna hans á hvaða tíma sólarhrings
sem var til veikra bama sinna. Hann var
sterkur persónuleiki og átti að verðleikum
óskorað traust sinna sjúklinga. Kristbjörn
var afar glöggur að greina sjúkdóma við
sóttarsæng. Samviskusemi var honum í
blóð borin og hann hlífði sér hvergi þar
sem hann gat orðið að liði. Skapaðist því
iðulega náið persónulegt samband og vin-
átta milli læknisins, sjúklinga hans og að-
standenda þeirra, sem ekki rofnaði þótt
árin liðu.
Á þeim árum, sem Kristbjörn stundaði
bamalækningar úti á meðal fólks í
Reykjavík, vann hann jafnframt sem að-
stoðarlæknir ungbarnaverndar Líknar og
síðar á Heilsuverndarstöð Reykjavíkur.
Var honum starfið að heilsuverndarmál-
um yngstu kynslóðarinnar ávallt mjög
hugleikið, enda leituðu heilbrigðisyfirvöld
oft ráða hjá honum varðandi skipulag í
þeim efnum.
Þegar barnadeild var sett á stofn við
Landspítalann árið 1956, var Kristbjörn
ráðinn þar deildarlæknir og síðar var hann
skipaður yfirlæknir deildarinnar. Árið
1965 flutti barnadeildin í nýtt fullkomið
húsnæði í Landspítalanum. Mat Krist-
björn ávallt mikils þann stóra þátt, sem
félagskonur í Kvenfélagi Hringsins áttu i
að skapa hina nýju og bættu aðstöðu.
Árið 1960 var Kristbjörn skipaður dós-
ent í barnasjúkdómafræði við Háskóla Is-
lands og 1970 prófessor í greininni. Hann
var mjög rómaður af stúdentum sem góð-
ur kennari og þóttu verkleg námskeið
hans til fyrirmyndar. Kristbjörn fylgdist
vel með í fræðigrein sinni og fór oft j
heimsóknir til erlendra sjúkrahúsa, a
Norðurlöndum, í Bretlandi og í Banda-
ríkjunum. Meðal annars var honum boðið
til Harvard-háskóla, þar sem hann flutti
fyrirlestra.