Árbók Háskóla Íslands

Volume

Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1984, Page 91

Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1984, Page 91
Kennarar háskólans 89 Átti hann sæti á Alþingi, upphaflega sem varaþingmaður frá 1956, en þingmaður Skagfirðinga varð hann 1959 og þingmað- ur Norðurlandskjördæmis vestra síðar sama ár og óslitið allt til þess að hann var kjörinn þingmaður Reykvíkinga 1979 og endurkjörinn 1983. Sat hann á Alþingi allt til dánardægurs. í febrúar 1968 var hann kjörinn formaður Framsóknarflokksins og gegndi því starfi til 1979. Af einstökum trúnaðarstörfum auk setu í ríkisstjórn má nefna m. a. að hann var formaður út- varpsráðs 1946 — 1953, í stjóm Tjarnar- bíós um langa hríð allt frá 1949, í banka- ráði Seðlabankans 1957 — 1963. Olafur Jóhannesson var skipaður for- sætisráðherra og jafnframt dóms- og kirkjumálaráðherra 14. júlí 1971 og gegndi því embætti til 1974. Hinn 28. ágúst 1974 var hann skipaður dóms- og kirkjumála- og viðskiptaráðherra. Hinn 1. september 1978 til 15. október 1979 var hann forsæt- isráðherra, og utanríkisráðherra 8. febrúar 1980 til 26. maí 1983. Olafur gegndi lögfræðikennslu óslitið frá 1947 til 1971, er hann varð forsætisráð- herra, en þá fékk hann leyfi frá kennslu- störfum og kenndi ekki eftir það. Hann fékk lausn frá prófessorsembætti frá 1. nóvember 1978 að telja. Hann var kjörinn heiðursdoktor í lögfræði við Manitobahá- skóla 31. maí 1979. Olafur Jóhannesson var virtur og dug- mikill fræðimaður og mikilhæfur stjórn- rnálamaður, heilsteyptur drengskapar- niaður, vandaður og traustur. Hann starf- aði af alúð með starfsbræðrum sínum að t>ví að efla lagadeildina og þoka málum hennar og háskólans áfram, og vissulega let hann sér annt um sæmd og reisn há- skólans. Hann vandaði til kennslu sinnar °8 gekk að því með elju, áhuga og lærdómi að rita kennslubækur í greinum sínum og Jafnframt ýmsar ritgerðir um afmörkuð v,^fangsefni. Verða rit hans ávallt talin meðal grundvallarrita í íslenskri lögfræði og í ýmsum efnum brautryðjandaverk. — Um rit hans, ritferil og höfundarauðkenni hef ég ritað í Ólafsbók, 1983, er honum var færð sjötugum. Ritstörfin eru veigamikill þáttur í hinu fjölþætta ævistarfi Ólafs, og með þeim hef- ur hann reist sér óbrotgjarnan minnis- varða. Stóð hugur hans til að beita sér að ritstörfum eftir að mestu önnum létti. En afþví gat ekki orðið. Aðalrit Ólafs Jóhannessonar eru Stjórn- arfarsrétlur — Almennur hluti, sem út kom 1955, og Stjórnskipun íslands, sem kom út prentuð 1960. Báðar þessar bækur hafa verið gefnar út á ný í endurskoðuðum útgáfum, sem yngri kennarar deildarinnar hafa annast. Þá má m. a. geta ritsins Sam- einuðu þjóðirnar og Skiptaréttar. Enn fremur samdi Ólafur fiölda ritgerða um ýmis efni lögfræðinnar, og meðal annars fræðirit fyrir almenning um íslenska rétt- arskipun, Lög og rétt. Er ritaskrá hans birt í Ólafsbók 1983. Á vettvangi stjórnmála leysti hann af hendi stórmikil og merk störf, ekki síst í ráðherratíð sinni um rösklega 11 ára skeið. Vann hann störf sín þar af þeim vöndug- leik sem honum var í merg runninn. Vafa- laust hefur hin mikla þekking hans á sviði stjórnskipunarréttar og stjórnsýsluréttar komið að góðu gagni í stjórnmálastörfum hans. Beitti hann sér m. a. fyrir margvís- legum réttarbótum, ekki síst á sviði réttar- farslöggjafar. Ólafur Jóhannesson var vitur maður, gæddur skarpri greind, atgervismaður, vinnusamur með afbrigðum og verklag- inn. Hann var maður í miklu andlegu jafnvægi, „staðgóður og stilltur drengur“, svo að vitnað sé í orð Gríms Thomsens, og rasaði ekki um ráð fram. Hann gekk vafningalaust að verkefnum sem við var að etja, og allt víl og fias var honum víðs- fiarri. Hann var maður samúðar og hafði næman skilning á högum þeirra sem hall- oka fóru í lífinu. Hann var að vísu alvöru-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204
Page 205
Page 206
Page 207
Page 208
Page 209
Page 210
Page 211
Page 212
Page 213
Page 214
Page 215
Page 216
Page 217
Page 218
Page 219
Page 220
Page 221
Page 222
Page 223
Page 224
Page 225
Page 226
Page 227
Page 228

x

Árbók Háskóla Íslands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Háskóla Íslands
https://timarit.is/publication/588

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.