Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1984, Qupperneq 91
Kennarar háskólans
89
Átti hann sæti á Alþingi, upphaflega sem
varaþingmaður frá 1956, en þingmaður
Skagfirðinga varð hann 1959 og þingmað-
ur Norðurlandskjördæmis vestra síðar
sama ár og óslitið allt til þess að hann var
kjörinn þingmaður Reykvíkinga 1979 og
endurkjörinn 1983. Sat hann á Alþingi allt
til dánardægurs. í febrúar 1968 var hann
kjörinn formaður Framsóknarflokksins og
gegndi því starfi til 1979. Af einstökum
trúnaðarstörfum auk setu í ríkisstjórn má
nefna m. a. að hann var formaður út-
varpsráðs 1946 — 1953, í stjóm Tjarnar-
bíós um langa hríð allt frá 1949, í banka-
ráði Seðlabankans 1957 — 1963.
Olafur Jóhannesson var skipaður for-
sætisráðherra og jafnframt dóms- og
kirkjumálaráðherra 14. júlí 1971 og gegndi
því embætti til 1974. Hinn 28. ágúst 1974
var hann skipaður dóms- og kirkjumála-
og viðskiptaráðherra. Hinn 1. september
1978 til 15. október 1979 var hann forsæt-
isráðherra, og utanríkisráðherra 8. febrúar
1980 til 26. maí 1983.
Olafur gegndi lögfræðikennslu óslitið
frá 1947 til 1971, er hann varð forsætisráð-
herra, en þá fékk hann leyfi frá kennslu-
störfum og kenndi ekki eftir það. Hann
fékk lausn frá prófessorsembætti frá 1.
nóvember 1978 að telja. Hann var kjörinn
heiðursdoktor í lögfræði við Manitobahá-
skóla 31. maí 1979.
Olafur Jóhannesson var virtur og dug-
mikill fræðimaður og mikilhæfur stjórn-
rnálamaður, heilsteyptur drengskapar-
niaður, vandaður og traustur. Hann starf-
aði af alúð með starfsbræðrum sínum að
t>ví að efla lagadeildina og þoka málum
hennar og háskólans áfram, og vissulega
let hann sér annt um sæmd og reisn há-
skólans. Hann vandaði til kennslu sinnar
°8 gekk að því með elju, áhuga og lærdómi
að rita kennslubækur í greinum sínum og
Jafnframt ýmsar ritgerðir um afmörkuð
v,^fangsefni. Verða rit hans ávallt talin
meðal grundvallarrita í íslenskri lögfræði
og í ýmsum efnum brautryðjandaverk. —
Um rit hans, ritferil og höfundarauðkenni
hef ég ritað í Ólafsbók, 1983, er honum
var færð sjötugum.
Ritstörfin eru veigamikill þáttur í hinu
fjölþætta ævistarfi Ólafs, og með þeim hef-
ur hann reist sér óbrotgjarnan minnis-
varða. Stóð hugur hans til að beita sér að
ritstörfum eftir að mestu önnum létti. En
afþví gat ekki orðið.
Aðalrit Ólafs Jóhannessonar eru Stjórn-
arfarsrétlur — Almennur hluti, sem út
kom 1955, og Stjórnskipun íslands, sem
kom út prentuð 1960. Báðar þessar bækur
hafa verið gefnar út á ný í endurskoðuðum
útgáfum, sem yngri kennarar deildarinnar
hafa annast. Þá má m. a. geta ritsins Sam-
einuðu þjóðirnar og Skiptaréttar. Enn
fremur samdi Ólafur fiölda ritgerða um
ýmis efni lögfræðinnar, og meðal annars
fræðirit fyrir almenning um íslenska rétt-
arskipun, Lög og rétt. Er ritaskrá hans birt
í Ólafsbók 1983.
Á vettvangi stjórnmála leysti hann af
hendi stórmikil og merk störf, ekki síst í
ráðherratíð sinni um rösklega 11 ára skeið.
Vann hann störf sín þar af þeim vöndug-
leik sem honum var í merg runninn. Vafa-
laust hefur hin mikla þekking hans á sviði
stjórnskipunarréttar og stjórnsýsluréttar
komið að góðu gagni í stjórnmálastörfum
hans. Beitti hann sér m. a. fyrir margvís-
legum réttarbótum, ekki síst á sviði réttar-
farslöggjafar.
Ólafur Jóhannesson var vitur maður,
gæddur skarpri greind, atgervismaður,
vinnusamur með afbrigðum og verklag-
inn. Hann var maður í miklu andlegu
jafnvægi, „staðgóður og stilltur drengur“,
svo að vitnað sé í orð Gríms Thomsens,
og rasaði ekki um ráð fram. Hann gekk
vafningalaust að verkefnum sem við var
að etja, og allt víl og fias var honum víðs-
fiarri. Hann var maður samúðar og hafði
næman skilning á högum þeirra sem hall-
oka fóru í lífinu. Hann var að vísu alvöru-