Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1984, Page 99
Kaflar úr gerðabókum háskólaráðs
97
Lagt fram bréf mrn., dags. 3. þ. m., þar
sem óskað er umsagnar um fyrirætlun
[prófessors í verkfræði- og raunvisinda-
deild] að stofna og reka einkafyrirtæki til
framleiðslu og sölu á tölvuhugbúnaði.
Rektor lagði fram svofellda tillögu að
umsögn:
„Háskólaráð telur æskilegast að ein-
stakir kennarar háskólans vinni að öðru
jöfnu þjónusturannsóknir á fræðasviði
sínu á vegum hans. Hins vegar telur ráðið
að þeim sé frjálst að eiga og reka fyrirtæki,
að því tilskildu að þeir gangi skriflega að
þeim skilyrðum er háskólaráð setur um að
háskólinn eigi ákveðinn rétt á uppfinning-
um og höfundarétt að verkum sem að
einhverju leyti hafa orðið til í starfi kenn-
arans í háskólanum. Setning reglna um
þessi atriði er í undirbúningi.“ Tillaga
rektors varsamþykkt. 17.05.84
Framkvæmdaáætlun
Fram var lagt uppgjör framkvæmda fyr-
ir árin 1981 og 1982, endurskoðuð fram-
kvæmdaáætlun fyrir árið 1983, greinar-
gerð um framkvæmdir 1982 og 1983 og
drög að framkvæmdaáætlun fyrir árið
1984. Rektor gerði grein fyrir hinum fram
lögðu gögnum, og drög framkvæmdaáætl-
unar 1984 voru samþykkt.
Rektor lagði til að nýbyggingafé á árinu
• 984 rynni að 60% til Landspítalalóðar og
að 40% til háskólalóðar, en síðan yrði
skipting nýbyggingaljár milli lóða tekin til
endurskoðunar, og var tillagan samþykkt
með 7 atkv. gegn 1. 14.07.83 13.09.83
Lögð voru fram drög að framkvæmda-
áætlun fyrir árið 1985, endurskoðuð
framkvæmdaáætlun 1984 og tillaga að
skiptingu nýbyggingaQár fyrir árin
1985—88. Gerði rektor grein fyrir hinum
fram lögðu gögnum. Samþykkt var sam-
hljóða að nýbyggingafé 1985 og 1986 skuli
skiptast jafnt milli Landspítalalóðar og
háskólalóðar, en frestað var að taka af-
stöðu til skiptingar fyrir árin 1987 og 1988.
Samþykkt voru drög að framkvæmda-
áætlun fyrirárið 1985. 05.07.84
Nýbyggingar
Lagt fram bréf mrn., dags. 24. júlí s.l.
Ráðuneytið samþykkir fyrir sitt leyti að
tekið verði tilboði Hagvirkja h.f. um að
steypa upp og fullgera að utan hluta ný-
byggingar fyrir verkfræði- og raunvísinda-
deild við Hjarðarhaga. Tilboðsupphæð er
kr. 16.513.000. 23.08.84
Háskólaráð lýsti sig samþykkt fyrirætl-
unum um að leita undanþágu frá lögum
um opinberar framkvæmdir þannig að eft-
irlit, bókhald og ljármál verði í hendi Há-
skóla íslands varðandi allar byggingafram-
kvæmdirá vegum stofnunarinnar.
20.06.84
Tækjakaupafé Happdrættis
Háskóla íslands
Rektor lagði fram svofellda tillögu að
úthlutun tækjakaupafjár ársins 1983:
kr.
Læknadeild 1.040.000
Lyfjafræði lyfsala 75.000
Námsbraut í hjúkrunarfræði 10.000
Námsbraut í sjúkraþjálfun 15.000
Viðskiptadeild 25.000
Heimspekideild 235.000
Verkfræði- og raunvísindadeild 1.600.000
Félagsvísindadeild 75.000
íþróttakennsla 25.000
Sameiginlegar þarfir 900.000
4.000.000
Tillagan var samþykkt samhljóða.
24.02.83