Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1984, Qupperneq 104
102
Árbók Háskóla íslands
vanda stúdenta. Tilnefndur var Þórður
Kristinsson prófstjóri.
24.ll.83 15.12.83
Þóknun fyrir stjórnunarstörf
Fram kom svofelld tillaga: „Við undir-
rituð förum þess á leit við háskólayfirvöld,
að okkur verði ætluð þóknun fyrir störf í
háskólaráði, sambærileg við þann hlut
sem gert er ráð fyrir í launaútreikningi
annarra ráðsliða fyrir stjórnunarstörf.
Störf stúdenta í háskólaráði eru ekki
einkamál SHÍ heldur hluti af lýðræðisleg-
um stjórnarháttum háskólans. Það er því í
verkahring háskólans að veita þóknun fyr-
ir slík stjórnunarstörf, en ekki SHÍ, enda
hlýtur starfsemi SHÍ að vera annars eðlis
en starfsemi háskólaráðs."
Ólína Þorvarðardóttir, Einar Guðjóns-
son, Tryggvi Axelsson.
Rektor lýsti því yfir að stúdentum yrði
greidd fundaseta frá upphafi þessa árs, en
taldi rétt að athuga betur um hugsanlegar
greiðslur til annarra háskólaráðsmanna.
30.05.84 05.07.84
Bókun
Guðvarður Már Gunnlaugsson og
Martha Eiríksdóttir lögðu fram eftirfar-
andibókun:
„í 2. gr. laga um Háskóla íslands stend-
ur: „Háskólaráð hefur ... úrskurðarvald í
málefnum háskólans og háskólastofnana
og vinnur að þróun og eflingu þeirra.“ Við
undirrituð fulltrúar stúdenta í háskólaráði
teljum að við höfum verið kosin í háskóla-
ráð til að taka þátt í þessum störfum ráðs-
ins, þ. e. að vinna að þróun háskólans og
gæta hagsmuna stúdenta í nútíð og fram-
tíð. Bæði höfum við og höfðum áhuga á
þessu starfi. En eftir tveggja ára setu í ráð-
inu hefur okkur orðið ljóst að við höfum
lítið getað unnið að þessum málaflokkum,
bæði vegna þess að málefni, er varða efl-
ingu og framtíðarþróun háskólans, hefur
sáralítið borið á góma og að langmestur
hluti af tíma fulltrúa stúdenta í háskóla-
ráði fer í að standa vörð um þau réttindi
sem stúdentar þó þegar hafa, einkum og
sér í lagi í læknadeild og tannlæknadeild.
Við skorum á viðkomandi deildarfor-
seta að sjá til þess, að réttindi stúdenta séu
virt, að farið sé eftir lögum og reglugerð
háskólans og síðast en e. t. v. ekki síst að
þeir örvi til muna vilja innan deildanna til
að leysa mál á sem farsælastan hátt fyrir
alla aðila, svo komið sé í veg fyrir að há-
skólaráð sé tafið hvað eftir annað vegna
þrjósku og viljaleysis innan deildanna.
Það er von okkar, að háskólaráð fari að
vinna að þróun og eflingu málefna háskól-
ans og eftirkomendur okkar í ráðinu þurfi
ekki sífellt að vera á varðbergi gagnvart
afturþróun, heldur megi þeir stuðla að
framþróun háskólans í þess stað.“
Rektor þakkaði fulltrúum stúdenta störf
þeirra og hreinskiptni i háskólaráði.
05.04.84
Aðgangstakmarkanir
Læknadeild
Lagt fram bréf læknadeildar, dags. 22.
apríl 1983. Er þar lagt til að ljöldi nem-
enda, sem teknir verði inn á annað ár
læknanáms haustið 1984, verði takmark-
aður eftir sömu reglum og gilt hafa tvö síð-
ustu árin. Ennfremur var fram lögð grein-
argerð kennslustjóra læknadeildar vegna
klinískrar kennslu á 4. og 6. námsárum
árin 1983 — 1987, kostnaðaráætlun vegna
klinískrar kennslu utan höfuðborgarsvæð-
isins háskólaárið 1983 — 1984 svo og upp-
lýsingar um fjölda læknakandídata sem
útskrifast hafaáárunum 1965 — 1982.
Grunntala nemenda, sem heimilað
verði að setjast á annað námsár haustið
1984, er 36 að viðbættum þeim erlendu
stúdentum er staðist hafa öll próf 1. náms-
árs, þó ekki fleiri en sex.
Svofelld tillaga kom fram frá fulltrúum
stúdenta: