Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1984, Page 116
114
Árbók Háskóla íslands
Ritakaup. Kostnaður safnsins við kaup
á bókum og tímaritum var sem hér segir:
1982 1983
(þús. kr.)____________(þús. kr.)
1.396 2.707
Ritagjafir. Á háskólahátíð 26. júní 1982
var kunngerð stórgjöf til Háskólabóka-
safns. í fréttatilkynningu, sem send var
fjölmiðlum af því tilefni, segir m. a.:
„Dr. Jón Steffensen fyrrv. prófessor hef-
ur með gjafabréfi lýst þeirri ákvörðun
sinni og látinnar konu sinnar, Kristínar
Bjömsdóttur Steffensen, að ánafna Há-
skólabókasafni eftir sinn dag bókasafn sitt,
ásamt húseigninni Aragötu 3. Gjöfin er
veitt með sérstöku tilliti til eflingar rann-
sókna á sögu íslenskra heilbrigðismála,
enda er verðmætasti hluti safnsins tengdur
því sviði beint og óbeint.
Ákveðið er, að safnið myndi sérdeild í
Þjóðarbókhlöðu, þegar þar að kemur, og
beri nafn Jóns Steffensen. Þangað til verði
safnið varðveitt í húsi gefanda að Aragötu
3. Andvirði þeirrar húseignar gangi síðan
til viðhalds og eflingar sérsafninu og til
styrktar útgáfu íslenskra handrita, sem
bundin eru sögu heilbrigðismála.
Þótt kjarni bókasafns dr. Jóns sé á þeim
sviðum, sem lúta að sögu íslenskra heil-
brigðismála, eru þar einnig fjölmörg rit
um sögu læknisfræðinnar almennt, rit um
náttúrufræði, ferðabækur um ísland, ís-
lensk tímarit, þ. á m. mörg hin verðmæt-
ustu frá fyrri tíð, svo og íslensk fornrit og
heimildarrit um sögu íslands.
Alls eru í safninu um 5.500 bindi bóka
og tímarita, en auk þess fjöldi smárita.
Dr. Jón hefur fátt til sparað að draga að
safninu markverð og fágæt rit, þau er féllu
að meginmarkmiði söfnunarinnar. Auk
þess ber umhirða safnsins vitni um ein-
staka natni. Mörg ritanna eru bundin af
bestu bókbindurum, sem völ var á í land-
inu, en einnig má geta þess, að allmörg rit í
safninu eru fallega bundin af Kristínu
konu Jóns, sem fékkst nokkuð við bók-
band í frístundum.
Gjöf þeirra dr. Jóns og Kristínar Steffen-
sen er hin langverðmætasta sem Háskóla-
bókasafni hefur borist um áratugaskeið.
Hún er skýr vitnisburður um hug gefend-
anna til vísindaiðkana í landinu og mun
um langa framtið tryggja þeim, sem leggja
vilja stund á sögu íslenskra heilbrigðis-
mála og skyld efni, hina bestu aðstöðu.“
Guðmundur Kristjánsson úrsmiður
(1880—1944), sem var áhugamaður um
spíritisma, guðspeki og austurlensk fræði,
arfleiddi Háskólabókasafn á sínum tíma
að bókum sínum og handritum. Bækur
Guðmundar, sex til sjö hundruð talsins,
voru fluttar í safnið skömmu eftir lát hans,
en bréf Guðmundar og handrit voru af-
hent safninu á árinu 1982. Að athugun
lokinni voru flest þessara óprentuðu gagna
látin ganga áfram til handritadeildar
Landsbókasafns, eins og venja hefur verið
í hliðstæðum tilvikum.
í tilefni af fimmtíu ára afmæli H.í. 1961
færði Universitetsforlaget í Osló háskól-
anum nokkur hundruð bindi forlagsrita
sinna að gjöf. Ríflegar gjafasendingar
héldu áfram næstu tíu árin og hafa raunar
aldrei fallið niður með öllu. Á árinu 1981
var hins vegar ákveðið, að Háskólabóka-
safni gæfist framvegis kostur á að velja sér
árlega um 25 bindi af ritum forlagsins að
gjöf. Barst fyrsti skerfurinn af því tagi safn-
inuídesemberl982.
í febrúar 1983 barst Háskólabókasafni
vegleg gjöf bóka og tímarita frá útgáfufyr-
irtækinu Blackwell Scientific Publications
í Oxford. Gafst safninu kostur á að velja úr
útgáfuritum fyrirtækisins, og tók það
raunar líka til rita frá BasilBlackwellPub-
lisher. Bárust um 500 bækur, auk þess sem
gjöfin fól í sér áskrift á 15 vísindaleg tíma-
rit og um 200 eldri árganga þeirra sömu
tímarita. Alls eru þetta um 700 bindi. Hér
er um að ræða rit, sem taka til flestra