Búnaðarrit

Årgang

Búnaðarrit - 01.01.1900, Side 5

Búnaðarrit - 01.01.1900, Side 5
Yfirlit yfir störf Mnaðarfjelags suðuramtsins. Með því að búnaðarfjelag suðuramtsins hefur nú stækkað verksvið sitt, og til þess er ætlazt, að það nái yfir allt landið, og því breytt nafninu, þá virðist eiga allvel við, að rekja feril þess í aðalatriðunum í þau 62 ár, sem það hefir staðið, eða frá 1837, er það fyrst var stofnað, og til þess 1899, er því var breytt í „búnaðarfjelag íslands“, enda þótt nákvæmlega sje skýrt frá stofnun þess í 1. bindi búnaðarrita fjelagsins 1839, og ferill þess að nokkru rakinn í skýrslu fje- lagsins 1887; því að þeir munu margir, einkum í hin- um fjórðungum landsins, sem eiga eigi rit þessi. Þótt fjelagið nái eigi enn til alls landsins, heldur að eins til þriggja fjórðunganna, þá er vonandi, að eigi líði á löngu, að hinn eini fjórðungurinn, sem eptir er, gangi í fjelag þetta, því að þótt það sje eigi auðugt enn, getur það gjört búendum mjög mikið gagn, og eflt búnað landsins; en hitt er auðvitað, að bændur verða að leggjast á eitt, að styrkja það. Hver einstakur bú- andi má eigi binda hugann við það, hvort hann hafi sjálfur gjerstakt og beint gagn af því; heldur verður hann að láta sjer skiljast, að fjelagið geti styrkt og eflt búnað landsins i heild sinni, og þannig stutt að framförum landsins, og með því móti gagnað óbeinlínis

x

Búnaðarrit

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Búnaðarrit
https://timarit.is/publication/595

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.