Búnaðarrit

Árgangur

Búnaðarrit - 01.01.1900, Síða 20

Búnaðarrit - 01.01.1900, Síða 20
Árið 1865, á fjelagsfundi 5. dag júlímánaðar, veitti fjelagið 100 rd. til að styrkja nokkra sjávar- bændur hjer syðra, til að sækja sýningu þá, sem þá var stofnuð í Björgvin í Norvegi, á fiskiveiða-áhöldum, og sóttu 3 menn úr Reykjavík og Gullbringusýslu sýn- ingu þessa: Oeir ZoV/ja (síðar kaupmaður), Kristinn Magnússon, bóndi í Engey, og Guðmundur Guðmunds- son, bóndi á Landakoti á Vatnsleysuströnd. Þessir menn keyptu þá í Norvegi fyrir fje það, er þoir höfðu í höndum frá fjelaginu, síldarnet og dráttarnet, og komu með, er þeir komu aptur, og. hafa slík net opt verið notuð síðan til ádráttar fyrir síld og upsa hjer syðra, en síldarnet og ádráttur mun áður hafa verið hjer ó- þekktur, og hefur opt vel heppnazt. Á júlífundinum 1866 hjet fjelagið 1. fimm verðlaunum fyrir jarðabætur, þúfnasljettun, tún- garðahleðslu og vatnsveitingaskurði; 2. tvennum verðlaunum fyrir garðyrkju; 3. fernurn verðlaunum fyrir vöruverkun: a tvennum verðlaunum fyrir beztu vöndun á hvítri ull, og b tvenn- um verðlaunum fyrir beztu vöndun á tólg; 4. tvennum verðlaunum fyrir fyrirtaks-húsagjörðir; 5. tvennum verðlaunum fyrir útvalin róðrarskip. Verðlaunin voru bundin því skilyrði, að verkin væru gjörð fyrir haustið 1868. Samkvæmt þessum ákvæðum um verðlaunin kom málið til umræðu á júlífundinum 1869, ogvarþáverð- launum úthlutað, og nokkrum veitt þóknun, þótt skil- yrðunum væri eigi fullnægt, þannig: a) Fyrir jarðabætur, verðlaun........40 rd. sem þóknun....................... 60 — = 100 rd. b) Fyrir ullarverkun, verðlaun .... 15 — Flyt 15 — 100

x

Búnaðarrit

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Búnaðarrit
https://timarit.is/publication/595

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.