Búnaðarrit

Årgang

Búnaðarrit - 01.01.1900, Side 32

Búnaðarrit - 01.01.1900, Side 32
32 talin að vora .um 1800—2000 potta um árið. Eptir mjólkurtöíiunum, cr jeg hef sjeð frá þessum tíma, er meðalársnyt 210 kúa 2212 pottar, og á öðrum stað 40 kúa 1800 pottar. Á Gjedergaard, þar sem umsjón- armaður og búfræðingur Buns bjó um tíma, var meðal- ársnyt til jafnaðar þessi: Árið 1853 1885 pottar 1854 1855 1856 2323 2483 2186 Á árunum miili 1860 og 1880 var verzlun mcð naut- gripi til Englands fjörug; voru þeir íiuttir þangað lif- andi og seldir á fæti. Árið 1865 var t. a- m. fiutt til Englands 10794 nautgripir, og árin 1874—78 voru fluttir út að meðaitali hvert ár 48,169 nautgripir. Pessi útflutningur hjelzt, og fór nokkuð vaxandi, þangað til árið 1892, að bannað var að flytja lifandi pening til Englands. Pá voru Danir fyrir nokkru byrjaðir á að flytja nautgripi lifandi til Þýzkalands, og þegar inn- íiutningsbannið til Englands datt á, óx útíiutningurinn þangað. Árið 1893—94 voru fiuttir til Þýzkalands yflr 100 þúsund nautgripir; en 1896 tók að nokkru leyti fyrir þennan íiutning þangað. Síðan hafa Danir ekki íiutt út til muna lifandi pening til niðurlags. En í þess stað hafa þeir hin síðustu árin komið á fót hjá sjer slátrunarhúsum, gripirnir eru seldir til þeirra, en kjötið sent út. Þannig hafa Danir um alllangan tíma lagt stund á, bæði að afla sem mestrar mjólkur og ala upp nautgripi til niðurlags; en sjaldnast eru það sömu mennirnir, er lagt hafa stund á hvorttveggja, og um hverja einstaka sveit má enda segja hið sama. Bænd- urnir hafa skipt með sjer framlciðslunni þannig, að sum hjeruðin hafa mest hugsað um að alla mjólkur,

x

Búnaðarrit

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Búnaðarrit
https://timarit.is/publication/595

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.