Búnaðarrit

Volume

Búnaðarrit - 01.01.1900, Page 52

Búnaðarrit - 01.01.1900, Page 52
þeiin stöðum, þar sem snjór liggur lengi á fram eptir vorinu. Vingull (festuca rubra) og smári (arifolium repens) vex þar vel. Af búpeningi var þar þetta ár 40 nautgripir, 30 kindur, 4 hestar, 4 svín og 100 hænsni. Þessar skcpn- ur hirða nemendur að öllu leyti, og auk jarðjrrkju og heyvinnu gengur vinna þeirra mikið í að höggva skóg og kljúfa brenni. Þeir fást einnig nokkuð við smíðar líkt og í Ólafsdal; verkfæri búa þeir til sjálfir hver handa sjer. Þar voru talsverðir akrar, sáðir byggi og höfrum, en rúgur var þar enginn og af matjurtum lítið annað en kartöflur, en mikið af þeiin. Haustið 1895 var gróðurtilraunastöð sett á stofn í bænum Lúleá á kostnað ríkisins og búnaðarfjelagsins; formaður hennar heitir Paul Hellström. Vegna þess hve skammt er síðan að byrjað var á tilraunum þessum þar, verður þeim ekki lýst í þessari grein. Fyrir nokkrum árum hefur verið stofnað garðyrkju- fjelag í Norðurbotnum. Formaður þess er í Lúleá, sem er höfuðborgin þar, með nær 7 þúsundum íbúa; hún er á 66. mælistigi n.br. Þar er stór jurtagarður, sem er almennings eign, og sem formaður garðyrkju- fjelagsins hefur umráð yfir. Af öllurn þeim mörgu runnategundum, semþar eruræktaðar, sýnastprunus pa- dus og caragana arborescens að vera harðgjörust. í skýrslu garðyrkjufjelagsins stendur: „Veturinn 1893 var harð- ur, svo að harðgjörvir runnar frusu niður að rót, svo sem amelancliier, cornus, lonicera (geitblað) rhamnus, sambucus og jafnvel sýringa. Jörð varð fyrst þíð 16. dag maímánaðar, þá var sáð rófum, en fyrst fyrir al- vöru var farið að sá 20. dag maímán. og sottar niður kartöflur. Gömlu frábrigðin gáfu bærilegan ágóða, en

x

Búnaðarrit

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Búnaðarrit
https://timarit.is/publication/595

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.