Búnaðarrit

Årgang

Búnaðarrit - 01.01.1900, Side 67

Búnaðarrit - 01.01.1900, Side 67
67 á einum stað er fcngið með mikilli olju og athugun, á smásaman að geta dreifzt út til hvers kotbónda til að ávaxta svitadropa hans betur en áður. Þessi litli vísir þingsins til tilraunastöðvar er hin allra þýðingarmosta og langsamlegast bezta fjárveiting- in, sem veitt hcfur verið landbúnaðinum. Þá leið verð- ur að halda áfram með margfalt stærri fjárframlögum. í Danmörku inun það skipta hundruðum þúsunda, sem lagt er til tilraunastöðva af almanuafjc. Þcir 2 þingmenn, or beztir voru stuðningsmenn landbúnaðarins í neðri deild, Guðjón Guðlaugsson og Pjetur Jónsson, iiuttu inn á þingið frumvarp um stofn- un gróðrartilraunastöðvar. Það fór aldrei lengra en til fyrstu umræðu, enda ekki tilgangurinn að koma því að sinni í gegn um þingið, heldur hitt, að skýra með því hugmyndir manna. Samkvæmt frumvarpinu áttu að „fara fram tilraunir, er snerta ræktun fóðurjurta og mat- jurta og trjátegunda, svo og hagnýting áburðar, eptir því sem búast má við að komið geti að noturn hjer á landi“. Fyrst og fremst er það auðvitað sjálf grasræktin, og eðlilega verður mönnum þá að spyrja: Er enginn vegur að nota hestaíiið margfalt meir til grasræktar en nú er gjört, eða með öðrum orðum, að plæging og sán- ing komi að meira eða ininna leyti í stað sljettunarað- fcrðarinnar, sem nú tíðkast? Hjer í sjálfumhöfuðstaðn- uin, þar sem árið um kring eru haldnir vagnhestar tug- um saman, er rjett ómögulegt að fá hesta fyrir plóg. Jeg hef sýnt góðum bónda úr Canada jarðyrkjutól vor; var þar á meðal sænski plógurinn, sem holzt hefur að gagni komið. Ilann kvað öll þessi vcrkfæri ónýt; „ætti bóndi vestra slík tól, mundi það vera hans fyrsta verk að fá sjer karnar og slá þau í jnses (mola)“. Hann

x

Búnaðarrit

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Búnaðarrit
https://timarit.is/publication/595

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.