Búnaðarrit

Árgangur

Búnaðarrit - 01.01.1900, Síða 69

Búnaðarrit - 01.01.1900, Síða 69
69 vinna ekkert annað on að plægja og herfa alt sumarið milli írosta. Plægingar-kunnáttan verður eðlilega hjer aldrei jafnalmenn eins og i akuryrkjulöndum, og eigi síður örðugur hestakostur, og þá kemur að fjelagsplæg- ingu; cn eigi virðist það ofdjörf spá, að sú verði tíðin, og það ekki svo ýkja langt fram undan, að hestaflið verði svo mikið notað í landinu til jarðræktar, að dagsplæging (eða herfing) komi að meðaltali á grasbónd- ann árlega, og til þess þyrfti að vera í óslitinni vinnu sumarlangt einir 60 menn. Slíkir farand-jarðyrkjumenn væru auðvitað jafnframt svo miklir búfræðingar, að þeir gætu leiðbeint bændum í vali landsins til plægingar og sáningar, og þá eigi síður í öllum undirbúningi o. s. frv. Það er kunnugt af blöðunum, að gróðrartilrauna- stöðin hefur fengið sitt eigið land hjer í Reykjavík, á skjólgóðum stað eins langt frá sjó og kostur var á. Landið, sem keypt var fyrir 1000 kr., er hátt upp í 6 dagsláttur, af því voru um 2 dagsláttur komnar í nokkra rækt og dálítill sáðgarður fylgdi. Bæjarstjórn- in bætti svo við ókeypis landi um 8 dagsláttur. Full- ur helmingur landsins er mýri, en nægur er hallinn að koma vatninu frá sjer; ofan til er grjótholt, en þar sem bærinn hofur lagt góðan veg þangað, verður tæpast mikill kostnaður við grjótið. Nú er plantað trjám, settar ýms- ar kartöflutegundir og sáð ýmiss konar matjurtum í hjer um 400 □ f. Vegna kaupanna og allmikils girðinga- kostnaðar verður sáralítið gjört 2 fyrstu árin. Gras- sáning var eigi reynd í þetta sinn vegna ónógs undir- búnings. Jafnskjótt og rcynt verður til muna að rækta gulrófnafræ handa landinu — því veitir ekki af 200— 300 pd. — þarf að byggja skála til að þurrba í fræið. Trjárækt verður aldroi nema aukaatriði í stöð hjer við

x

Búnaðarrit

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Búnaðarrit
https://timarit.is/publication/595

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.