Búnaðarrit - 01.01.1935, Page 8
2
B Ú N A Ð A R R I T
tók við því starfi hrossaræktarráðunautur félagsins-
Theódór Arnbjarnarson irá Ósi.
Guðjón Gnðlaugsson er cini maðurinn, þeirra er
sátu hið fyrsta Búnaðarþing (1899), sem enn er á
lifi og jafnframt er hann sá maðurinn, sem lengst
iiefir gegnt trúnaðarstöðum fyrir félagið sem hún-
aðarþingsfulltrúi, formaður í stjórn félagsins og síð-
ast sem gjaldkeri þess síðan 1923. Þarf ekki að fjöl-
yrða um það, um svo þjóðkunnan mann, að félagiíi
á honum margt að þakka, enda var hann kjörinn
heiðursfélagi á Búnaðarþingi 1927 og er hann lét af
gjaldkerastörfum, ákvað stjórnin honum lífeyri úr
sjóði félagsins, 1000 krónur á ári.
Fastir starfsmenn
aðrir hafa verið allir hinir sömu, sem getið er um i
síðustu skýrslu og með sömu starfstilhögun að öðru
leyti en því, að öll tilraunastarfsemi i Gróðrarstöð-
inni í Reykjavík lagðist niður haustið 1932. — Gunn-
ar Árnason húfræðiskandidat hefir verið fastur starfs-
maður til skiptis, eftir ástæðum, hjá ráðunautunum
Páli Zóphóníassyni og Pálma Einarssyni, og skrifar-
ar hafa verið Sveinbjörn Benediktsson hjá Sigurði
Sigurðssyni, en Ásgeir Jónsson húfræðingur hjá
Metúsalem Stefánssyni.
Loks er þess að geta, að stjórnin réði, samkvæmt
ákvörðun síðasta Búnaðarþings, sérstakan ráðunaut
til leiðbeininga um refarækt og cftir atvikum um aðra
loðdýrarækt. Maðurinn er Guðmundur Jónsson í
Ljárskógum í Dalasýslu, og er ráðinn frá 1. apríl 1934.
Búnaðarþing
hið 19. í röðinni —- að mcðtöldu aukaþingi 1932 —
var háð í Reykjavík 18. marz til 8. apríl 1933 undir