Búnaðarrit - 01.01.1935, Page 9
B Ú N A Ð A R R I T
3
forsæti formanns, Tryggva Þói'hallssonar. Á þinginu
mættu allir kjörnir aðalfulltrúar, nema Björn Halls-
son hreppstjóri á Rangá, sem ekki gat mætt vegna
veikinda á heimilinu, og inætti varafulltrúinn, Þór-
hallur Jónasson hreppstjóri á Breiðavaði í hans stað.
Fyrir þingið komu 73 mál og í sambandi við þau
330 þingskjöl, erindi og nefndarálit. Nefndarfundir
voru 72, þingfundir 17 og afgreidd 62 mál en 11 óaf-
greidd. Skýrsla um störf þingsins er prentuð í 47.
árg. Búnaðarritsins, l)ls. 262—397 og í sérprentun:
„Frá Búnaðarþingi 1933“, og vísast þangað.
Fjárhagur.
í árslok 1932 var hrein eign félagsins kr. 277374,57
og engar skuldir.
Tekjueftirstöðvar á tekju-
og gjaldareikningi voru kr. 20112,50
í árslok 1933 eru þær taldar — 10208,76
en þá er búið að taka inn í
reikninga þess árs af tekj-
um ársins 1934 ......... — 6629,66
Hrein eign í árslok 1933 telst ....... — 244183,69
að frádregnum áhvílandi skuldum:
a. Vegna jarðakaupa .... kr. 4600,00
h. Ógreiddum aukastyrk til
búnaðarsambanda .......— 8965,00
AIls kr. 13565,00
Hrein eign hefir lækkað um ............. — 33190,88
og þar við má í rauninni hæta fyrir-
fram eyddum tekjum ársins 1934 ... — 6629,66
Eignarýrnunin stafar af því í fyrsta lagi, að eign-
ir gróðrarstöðvar, sem metnar voru kr. 32900,00
(fasteignamat), scljast fyrir aðeins kr. 21500, í öðru