Búnaðarrit - 01.01.1935, Page 11
BÚNAÐARRIT
semi félagsins fraím í skýrslum ráöunautanna, en
vegna þess, að þeir hafa ekki skilað skýrslum sínum
þegar þetta er skrifað, verður ekki stuðst við þær nú
í því stutta yfirliti, sem hér fer á eftir, um helztu
starfsþættina.
1. Verkfæri og verkfæratilraunir. Verkfæraráðu-
nauturinn vinnur, eins og áður, hjá Sambandi ís-
lenzkra samvinnufélaga við verkfæra- og sáðvöru-
verzlun þess og Áburðareinkasölu ríkisins, ræður þar
vali við innkaup á nefndum vörutegundum, leiðbeinir
bændum um val á þeim og svarar fyrirspurnum til
Búnaðarfélagsins um verkfæri og verkfæraval. Hann
er enn sem áður formaður í verkfæratilraunanefnd
félagsins með Magnúsi Þorlákssyni og Halldóri Vil-
hjálmssyni. Á þessum árum hafa lítil tækifæri gei'izt
tii að reyna ný verkfæri. Þó hel'ir nefndin athugað
lieyskúffu Sveinhjörns Jónssonar, byggingarmeistara
á Akureyri (sjá Búnaðarþingstíðindi 1933, bls. 298 í
Búnaðarriti en bls. 37 í sérprentun), heysleða Guð-
mundar Guðjónssonar í Reykjavík og heyþurkunar-
vél Sigurlinna Péturssonar. Nefndin lítur að vísu svo
á, að áhöld þau, sem hér voru nefnd séu öll brúkleg,
en hafi þó ekki þá yfirburði yfir önnur samskonar,
eða séu að öðru ieyti þannig gerð, að ástæða sé til
að veita viðurkenningu fyrir þau. En hún leggur
til, að Sveinbirni gefist kostur á að umbæta hey-
skúffuna og geti hún þá að líkindum orðið viður-
kenningarverð. Heysleðinn ol’ dýr og heyþurrkun of
dýr með þurkunarvél Sigurlinna. Tætari (Fræser) sá,
er um var rætt á síðasta Búnaðarþingi hefir ekki ver-
ið fenginn til að reyna hann.
Að því leyti sem A. I. V. heyverkunaraðferðin, sem
getið er um í síðustu skýrslu, hefir verið reynd þessi
árin, þá hefir verkfæraráðunauturinn veitt nauðsyn-