Búnaðarrit - 01.01.1935, Page 12
6
BÚNAÐARRIT
legar leiðbeiningar í sambandi við það. En aðferðin
liefir ekki náð hér neinni útbreiðslu enn sem komið
er, og fóðurtilraunir, sem gerðar hafa verið með
A.I.V.-fóðrið hafa ekki gefið eins góða raun og von-
azt var eftir, og er þó ekkert, sem bendir á, að um nein
mistök hafi verið að ræða við verkunina eða fóðurtil-
raunirnar. Þó er ekki ástæða til að svo komnu, að
fella neinn dóm á aðferðina sjálfa, og væntanlega
verður haldið áfram að reyna hana hér á landi.
2. Fóðurrækt. Tilraunir i Gróðrarstöðinni í Reykja-
vík eru úr sögunni eins og áður er sagt, en haldið hefir
verið áfram tilraunum á Hvítárbakka með mismun-
andi nýræktaraðferðir og verður bráðlega hægt að gefa
skýrslu um árangur þeirra, þar sem þcim er nú lokið.
Einnig hafa verið gerðar áburoartilraunir á nokkrum
stöðum i framhaldi af fyrri tilraunum á vegum fóður-
ræktar, og á Sámsstöðum og hjá Ræktunarfélagi Norð-
urlands hafa bæði árin verið gerðar áburðartilraunir
með síldarmjöl og fiskúrgangsmjöl, svo sem síðasta
Búnaðarþing ætlaðist til. Verður þeim tilraunum
lialdið áfram þar til öruggur samanburður þykir feng-
inn um áburðargildi þessara efna, samanborið við til-
búinn áburð. Um aðrar fóðurræktartilraunir á Sárns-
stöðuin vísast til skýrslu þaðan.
Unnið hefir verið að yfiritsskýrslu um allar til-
raunir félagsins fram að þessu og ekki er enn haldið
áfram með, og má gera ráð fyrir að hægt verði að
birta þá skýrslu á þessu ári.
3. Garðrækt. Aðaltilraunir félagsins í garðrækt eru
nú, sem kunnugt er, á Laugarvatni, og aðaláherzlan er
Iögð á samanburð kartöfluafbrigða, fyrst og fremst
þau afbrigði, sem inestan mótstöðukraft hafa gegn
kartöflumyglunni.