Búnaðarrit - 01.01.1935, Page 18
12
BÚNAÐARRIT
gefin út 1933, fjölrituð svo sem Búnaðarþing hafði
lagt fyrir, en skýrslu fyrir árið 1933 (nr. 12 og nr. 5)
er nú verið að fjölrita. Með því að fjölrita skýrslurnar
vferður útgáfukostnaður stórum minni (sjá siðar),
einkanlega ef vinnan cr ekki talin, en þær samlag-
ast illa hinum prentuðu skýrslum að formi og ytra
útliti.
Nýtt sauðfjárræktarbú var stofnað á Svanshóli í
Kaldrananeshreppi í Strandasýslu og nýtur nú styrks
úr ríkissjóði sem fjórðungsbú í Vestfirðingafjörðungi.
Að öðru leyti vísast til skýrslna ráðunauta um kyn-
bótabúin, hrossaræktarfélögin og fóðurbirgðafélögin,
en þess má geta, að nú er meiri vakning um stofnun
fóðurbirgðafélaga en verið hefir áður, og þó langlum
minni en vert væri og æskilegt.
Um viðfangsefni fóðurtilraunanna vísast til skýrslu
Þóris Guðmundssonar ,sem prentuð verður hér á el'tir.
Til efnarannsókna á Efnarannsóknarstofu ríkisins
hefir félagið varið kr. 2700,80 og kr. 2265,00. Mikið
al' þessuin efnarannsóknum stendur nú sem fyrri i
sambandi við tilraunastarl'semi félagsins í jarðrækt
og búfjárrækt. En vegna óþurrkanna sumarið 1933
og þar af leiðandi hraknings á heyjum ákvað fé-
lagið í samráði við atvinnumálaráðherra að fá sýnis-
horn af heyi af óþurrkasvæðinu til efnarannsóna, og
var sérstakur afsláttur gefinn á þeim rannsóknum
fyrir tilstilli ráðherrans. Síðan var Þóri kennara Guð-
mundssyni l'alið að kryfja efnagreiningarnar frá fóð-
urfærðilegu sjónarmiði, og vísast um það til erindis
er liann flutti í útvarp og síðan var birt í Búnaðar-
ritinu, 48. árg., bls. 119, og í sérprentun, sem send var
öllum hreppabúnaðarfélögum.
S. 1. sumar voru einnig gerðar nokkrar efnagrein-
ingar á hröktum heyjum af Austur- og Norðurlandi,
fyrir forgöngu Páls Zóphóníassonar, kostnaður við
þær (kr. 160), var greiddur úr ríkissjóði, og telst með