Búnaðarrit - 01.01.1935, Page 21
B Ú N A Ð A R R I T
15
inga sem hafa verðmæti, mikill meirihluti þeirra er
venjulega verðlítill, eða jafnvel verðlaus. En eftir því
sem meira af karakúlblóði blandast inn í heimakynið,
því stærri hundraðshluti skinnanna hefir verðmæti.“
Leiðarvisi þennan tók ég saman eftir beztu heimild-
um frá Þýzkalandi.
í Þýzkalandi hafa hin innlendu fjárkyn reynzt all-
misjöfn til blöndunar. Bezt hafa reynzt Leinekynið og
mjólkurkyn frá Austur-Fríslandi. Er talið að 1. liðs
blöndun með þessum kynjum gefi ca. 10% verðmæt
skinn og 2. liðs blöndun allt að 30% verðmæt skinn,
en trygging fyrir mestmegnis verðmætum skinnum
fæst fyrst við 4.—6. liðs blöndun.
Ýms önnur þýzk kyn eru seinni til.
Út frá þessu má mönnum vera það ljóst, að það er
algcr fásinna að tafa um að þessi íslenzka tilraun, sem
er algerlega á byrjunarstigi, sé mislukkuð. Þessi iil-
raun er alls ekki fullreijnd fyrr enn cftir 5—6 ár.
Ég sá nokkur „karakúlskinn“ í vor, hæði af Austur-
og Suðurlandi, og verð ég að segja, að mér virtist þau
gcfa góðar vonir.
Það sem bændur eiga að gera, að mínu áliti, er að
halda blönduninni ótrauðir áfram. Slátra á vorin
nokkrum skinnfegurstu hrútlömbunum, til þess að fá
sýnishorn til að senda á markaðinn, en láta flest lömb-
in lifa til haustsins og slátra þá hrútlömbunum en
setja gimbrarnar á vetur, lil framhaldsblöndunar. Með
þessu móti verður árlegt tap fyrstu árin á tilraun þess-
ari lítið eða ef til vill ekki neitt, en síðar fæst góður
liagnaður ef vel tekst.
í Hornafirði reyndust einblendingar, sem slátrað
var í haust, fullt svo vænir sem aðrir dilkar, og kjöt
einblendinganna þótli bragðbetra.“
Ásgeir L. Jónsson.