Búnaðarrit - 01.01.1935, Page 22
1<)
B Ú N AÐARRIT
Fé þctta var mjög dýrt í innkaupi, frá 350—1400
ríkismörk á kind og alls 16250 RM.
Frá Skotlandi var flutt inn kýr og naut af Galloway-
kyni og sitt nautið af hverju kyni Shorthorn, Aher-
deen-Angus og Highland. Skrifstofa Sambands ísl.
samvinnufélaga í Leith annaðist um kaupin, með að-
stoð og ráðuin mr. Main, starfsmanns landbúnaðar-
félagsins skozka í Edinborg, þess hins sama er að-
stoðaði Hallgrím Þorbergsson við innkaup skozka fjár-
ins árið áður. Innkaupsverð þessara gripa var við
skipshlið í Leith frá £25-7-7 til £41-10-0 og alls í ísl.
kr. 3519,18.
Allir hinir innfluttu girpir (bæði fé og naut) voru
scttir í Þerney og hafðir þar í sóttkví. Gekk allt vel
með karakúlféð, svo að taka mátti það úr eyjunni í
septembermánuði, og hefir ekki síðar orðið vart við
neina aðflutta kvilla í því. En á nautgripunum kom
í'rain hringormur (Herpes tonsurans), sem dýralækni
tókst ekki að lækna. Var því það ráð tekið að lóga öll-
um gripunum í ársbyrjun 1934. En Gallowaykýrin kom
hingað með fangi og var nýborin bolakálfi, er henni
var lógað. Var hann alinn, fyrst í Þerney mánaðar-
tíma, en þá barg Magnús Þorláksson á Blikastöðurn
lífi hans, tók hann til sín með samþykki atvinnumála-
ráðherra og félagsstjórnar og hafði í sóttkví fram á
vor svo lengi, sein læknar töldu frekast þörf á. En i
haust seldi hann kálfinn Búnaðarsainbandi Suður-
lands og er hann nú á búi þess í Gunnarsholti. —
En Þerney varð ríkisstjórnin að taka á leigu yfir-
standandi fardagaár, og verður kostnaður ríkissjóðs
af þessum innflutningi tiltalcanlega mikill, þótt ekki
væri miklu kostað til innkaupanna sjálfra.
Þess var ekki getið í síðustu skýrslu sem drepið er
á hér að framan, að sumarið 1932 lét ríkisstjórnin
flytja inn fé frá Skotlandi til sláturfjárbóta, sam-