Búnaðarrit - 01.01.1935, Page 24
18
BÚNAÐARRIT
1933 1934
Fóður- og mjólkurskýrslur, 6. útg. 1755,60
Th. Arnbj.: Das islándische Pferd 587,60
Slyrkur lil bókaútgáfu:
a. Freyr.......................... 500,00
h. Dr. phil. 13. C. Þorláksson: Dag-
legar máltíðir ................ 400,00
Búfræðirit: Bókband .............. 1708,74
Samtals 17544,36 7291,49
Das islandische Pferd er smábæklingur, er hrossa-
ræktarráðunauturinn skrifaði s. 1. sumar, eftir fyrir-
lagi félagsstjórnar í bví skyni að greiða fyrir sölu ís-
lenzkra hesta í Þýzkalandi, en erindreki ríkisstjórn-
arinnar, alþm. Jóhann Þ. Jósefsson, ræðismaður í
Vestmannaeyjum, vann að því í Þýzkalandi og fékk
})ví til leiðar komið, að innflutningstollur á íslenzk-
um hestum þar í landi verður sennilega lækkaður var-
anlega úr 400 RM í 50 RM.
Af þessum bæklingi hafa 5100 eintök verið send til
Þýzkalands, og í haust voru seldir þangað um 200 ísl.
Iiestar, og fengu seljendur fyrir þá kr. 155—210.
Sá hrossáræktarráðunauturinn um innkaup hcst-anna
með þýzkum sendimönnum. Óvíst er enn hvort þetta
verður upphaf áframhaldandi og vaxandi hrossasölu
til Þýzkalands, en vonandi er það.
8. Búnaðarfræðsla l'élagsins, önnur en sú sem það
lætur í té með bókaútgáfu og gegnum almenna starf-
semi starfsmanna sinna, hefir verið með líkum hætti
og áður.
Haustið 1933 var haldið námskcið fyrir eftirlits-
menn nautgriparæktarfélaga og fóðurbirgðafélaga,
undir stjórn Páls Zophoníassonar, og með sömu til-
högun og venja er. Námskeiðið sóttu 10 inenn.
Bændanámskeið hafa i rauninni fallið niður. Þó