Búnaðarrit - 01.01.1935, Page 25
BÚNAÐARRIT
19
hefir garðyrkjuráðunauturinn ferðast nokkuð um til
lciðheininga og fyrirlestrahalds um garðyrlcju, eins
og hann skýrir frá í skýrslu sinni, og verkfæra og
jarðræktarráðunautarnir voru á námskeiðum s. 1.
v'etur, sem Búnaðarsamband Eyjafjarðar gekkst þá
fyrir við Eyjafjörð. Ákveðið var að garðyrkjuráðu-
nauturinn færi þangað líka, en af því gat ekki orðið
vegna skarlatssóttar, sem þá var á Laugavatni. Að
öðru leyti kemur nú búnaðarfræðsla, sem félagið veitti
áður á námskeiðum fram í útvarpserindum félags-
ins, að því leyti sem orðið getur og birtist skrá yfir
þau hér á eftir. Öl)eina fræðslu eða möguleika til
fræðslu veitir félagið með ýmiskonar styrkveiting-
um, annaðhvort til fræðslustarfsemi eða til búnaðar-
náms og utánfara og með þeim verklegu nám-
skeiðum, er það heldur uppi sjáll't eða hjá öðrum.
Skal í þessu sambandi nefna styrkinn til Kvenfélaga-
sambanda íslands, styrkinn til Kvennaskólans í
Reykjavík, styrk til verklegs jarðræktarnáms og garð-
yrkjunáms (sjá framar og skýrslu R. Á. aftar) og loks
styrkveitingar til náms utanlands í hússtjórn, garð-
yrkju, mjólkuriðnaði, búnaðarháskólanám o. s. frv.
IJess má geta, að aldrei áður hafa borizt svo margar
umsóknir um styrk til búnaðarháskólanáms, sem þessi
árin, enda aldrei veitl jafnmikið í því skyni sein nú,
og er það þá haft í huga að búnaðarsamböndin geti
sem fyrst átt þess kost, að ráða til sín héraðsráðunauta
með sem l'ullkomnastri húfræðilegri þekkingu. Og um
þann manninn í þessuin hópi, sem ríflegastan styrk
hefir fengið má það heita ákveðið, að hann verði
sauðfjárræktarráðunautur félagsins að loknu námi
sínu við háskólann (University) í Edenborg.
En Magnús Pétursson, sem les efnafræði og grasa-
• ræði við háskólann í Stokkhólmi, hefir það fyrir
uugum, að loknu námi, að verða starfsmaður við
rnnnsóknarstofu í þágu atvinnuveganna (eða háskól-