Búnaðarrit - 01.01.1935, Page 33
B Ú N A Ð A lt R i T
27
Lögð er áherzla á að nemendur fái sem bezta æfingu
i grundvallaratriðum garðyrkjunnar, vinnslu jarð-
vegsins, sáningu, gróðursetningu og umhirðu plantna.
Fleiri hafa æfinlega sótt um námskeiðin, en hægt
hefir verið að taka.
Land gróðrarstöðvarinnar (ca. 12000 m2) var að
fullu hrotið á þessu ári, en þó ekki sett niður i allt
landið, því nokkur hluti þess var enn svo ófúinn, að
það var ekki gerlegt.
Aðaláherzlan var, eins og fyrri, lögð á prófun kart-
öfluafbrigðanna.
Eins og undanfarið þá tel ég það einn hinn nauðsyn-
legasta eiginleika hvers afbrigðis, að það veiti kart-
öflumyglunni sem mesta mótstöðu — en í því atriði
eru þau mjög misjöfn. En þá kröfu verður ófrávíkj-
anlega að gera til kartöfluafbrigða, sem rækta skal á
Suðurlandi. Hefi ég og gert mér hið mesta far um að
koina Sunnlendingum í skilning um þetta atriði, því
það er grundvallaratriði. Hin hraustu afbrigði verjast
myglunni svo prýðilega, að ganga mætti út fráþví vissu,
að fá heilbrigða uppskeru af þeim hér, jafnvel í rosatíð
og alveg öruggt um árangur kartöfluræktunarinnar,
ef ein blásteinsduftsdreifing væri höfð um hönd.
En hinsvegar má og ganga út frá því vísu, að hin
gömlu móttækilegu kartöfluafbrigði er ekki hægt að
verja fyrir myglunni í ótíð, jafnvel hve vel sem reynt
væri að dreifa duftinu.
En því miður eru þessi gömlu óhraustu afbrigði enn
svo vinsæl meðal manna ,að þeir eru enn í minni hluta,
sem skilja, að þau verður að leggja niður, ef vel á að
fara. Má benda á það í þessu sambandi, að erlendis
hafa hin gömlu óhraustu „lokal“-afbrigði orðið að
víkja fy rir þeim nýju og „heilsugóðu“. Slíkt hið sanm
verður að gerast hér. Gömlu afbrigðin okkar eru svo ó-
hraust gegn myglunni, að jafnvel sjúkdómsauðkennin