Búnaðarrit - 01.01.1935, Page 35
BÚNAÐARRIT
29
í kartöflugarði í Reykjavík, við Suðurgötu. Siðan eru
liðin 38 ár og ætla má, að myglan hafi legið í landi
hér síðan. Allan þann tíma hefir íslenzkt úlsæði verið
flutt frá Suðurlandi til annara landsfjórðunga, án
þess þó að fréttzt hafi til kartöflumyglu úr öðrum
landsfjórðungum. Á Suðurlandi er hlýjast og rakast,
en það er einmitt þau skilyrði, sem sveppurinn þarf
til að þrífast. Þar sem þessi sjúkdómur er svo mjög
háður veðurfari, hefi ég helzt hallazt að þeirri skoðun
að „klímatiskar“ ástæður valdi því, að hiuir landhlut-
arnir hafa sloppið við hann. Sjálfur liefi ég séð kart-
öflumygluna vestast í Borgarfirði, en austast í Meðal-
landi. Hefi ég jafnan varað fólk við að flytja útsæði
af gömlu afbrigðunum til þeirra héraða, sem kartöl'lu-
myglu liefir ekki orðið vart.
Þá vil ég skýra frá einni nýbreytni, sem ég hefi tek-
ið upp i sambandi við kartöflutilraunirnar, svonefndri
„clon“-ræktun.
Hcl'i ég valið beztu grösin af beztu afbrigðunum úr,
og sett kartöflurnar undan hverju grasi niður sér. Á
þann hátt koma til hreinir stofnar, sem eiga að telja
til einnar kartöflu, og er ræktun þeirra ekki haldið
áfram nema „fjölskyldan" sé að öllu leyti laus við
kvilla og sjúkdóma og alla galla, að því er séð verður.
Má vænta góðs árangurs af þessu starfi. Voru í þessu
skyni valin 40 heztu grösin af heztu afbrigðunum,
haustið 1932.
Viðvíkjandi gulrófnaafbrigðunum er það að segja,
að þau hafa mörg'verið reynd hin undangengnu ár,
ofl 10—14 afbr. á ári. En eins og ég hefi svo oft áður
sagt, eru flest þcirra gallagripir, borin saman við ís-
lenzka gamla afbrigðið og rússnesku gulrófuna
(Krasnöje Selsköje). Einkum falla þau í gegn vegna
þess, hve þeim er trénunarhætt hér við okkar skilyrði.
Um ýms þeirra hefir það komið í Ijós, að um 50—
100% tréna, ef þau verða i'yrir vorkuldum, (t. d.