Búnaðarrit - 01.01.1935, Page 36
30
BÚNAÐARRIT
Þrándhcims-, Bangholm- og Svensk-gulrófa). Sum
eru ])aðan af verri, því þeim er svo hætt við að
springa, að mikill hluti þeirra verður óbrúklegur vegna
þess, og enn önnur afbrigði eru of greinótt.
Virðist mér þetta vera fullreynt, svo að engin ástæða
sé lengur til að reyna slíkan fjölda gulrófnaafbrigða
sem áður. Hefi ég því fækkað þeim og ekki haft nema
3 afbrigði þetta árið:
íslenzkar gulrófur,
Rússneskar gulrófur og
„Gult epli“.
Eru þessi þrjú afbrigði öll góð og trénunarhætta
virðist mér vera mjög lítil hjá íslenzka afbrigðinu, og
engin hjá hinum tveimur. íslenzka gulrófan gefur frá
Vn—% meiri uppskeru heldur en sú rússneska. En
rússneska rófan og „Gula eplið“ virðist mér vera eitt
og sama afbrigðið, að því fráskihlu, að hið síðarnefnda
er smávaxnara. Stundum kemur fyrir að rússnesku
rófurnar þverspringa, en það kemur svo að segja
aldrei fyrir að skemmd komi í rófuna úr frá sprungu.
En sum gulrófnaafbrigði skemmast undir eins og
sprungur koma i rófurnar.
Þá voru og reyndar 5 livítkálstegundir og af þeim
reyndust beztar Dittinarsker hvítkál, l'rá Danmörku,
og Vásternorrlands hvítkál frá Svíþjóð. Ekki urðu
liöfuðin þó stór þetta ár, því tök voru ekki á að sá til
plantnanna fyrr en 1. apríl. Urðu stærstu höfuðin 3 kg.
Af káltegundum öðrum, sem reyndar voru og ekki
eru algengar hér, var sáð til rauðkáls. Var það danska
afbrigðið „Haco“, sem reynt var. Ekki náði það nægi-
legum þroska, stærstu höfuðin urðu aðeins %—1 kg.
Annars þolir rauðkálið frost betur flestum höfuðkál-
tegundum.
Af káltegundum var mestræktað af grænkáli. Viðast
þykir það tilkomuminnsta káltegundin, en er þó
heliningi auðugra að næringarefnum en aðrar kálteg-