Búnaðarrit - 01.01.1935, Page 37
BÚNAÐARRIT
31
undir. Auk þess bætiefnaauðugra en hinar, þar sem
hvert blað verður fyrir beinum áhrifum sólarinnar.
Má í þessu sambandi benda á, að hin innri blöð kál-
höfuðanna, sem ekki verða fyrir áhrifum sólar, eru
bætiéfnalaus. í raun réttri er grænkálið sú tegundin,
sem mesta útbreiðslu ætti skilið af káltegundum og
sú matjurtin, sem harðgerðust er, sem hægt er að
rækta á þeim slóðum, sem kartöflur ekki þrífast.
Þá hefi ég og haft á hendi fræðslu um garðyrkju
og jurtasjúkdóma, flutt um það færðandi og leiðbein-
andi fyrirlestra, bæði á fundum og í litvarp. í ágúst
fór ég til Hornafjarðar að athuga garðyrkju þar, sem
mjög hefir færzt í vöxt á seinni árum eins og kunnugt
er. J<'ór ég landveg vestur aftur, leiðbeindi fólki um
garðyrku þar, sem þess var óskað. — Þá liggur og
nærri að geta þess hér, að á Laugarvatnsskólanum
hefi ég á hendi grasafræðikénnslu og hefi ég gert mér
far um að reyna að opna hugi unga fólksins fyrir
ýmsu „praktisku" í sambandi við grasafræðikennsl-
una. Gæti ef lil vill eitthvað gott af því leitt.
1934.
Það stóð til, að ég byrjaði störf mín í þágu B. ísl.
á árinu, með því að fara fyrir hönd félagsins á bún-
aðarnámsskeið í Norðurlandi með Árna Eylands. En
fáum dögum áður kom upp skarlatssótt á Laugarvatns-
skólanum og var hann því sóttkvíaður og ég fékk ekki
að fara; fór þá Pálmi Einarsson með Árna.
Um miðjan febrúar kom prófcssor í jurtasjúkdóma-
fræði C. Ferdinandsen hingað til landsins og hélt
fyrirlestra við Háskólann hér. Slíku tækifæri til fræðslu
ll® þettað cfni, vildi ég með engu móti sleppa og fyrir
góðvild héraðslæl viiis fékk ég mig lausan úr sóttkvínni,
°g dvaldi í Reykjavík til að hlýða á fyrirlestrana. Var
mér það til mikils þekkingarauka að njóta fræðslu
°g tilsagnar prófessorsins þennan tíma.