Búnaðarrit - 01.01.1935, Page 39
BÚNAÐARRIT
33
hollenzki'i tilraunastöð. Mjög eru afbrigðin öll misjöfn
■eins og gefur að skilja og má auðvitað fella sum þeirra
niður sem reynast illa ár eftir ár, en svo bætast önnur
við í staðinn. í vor bættist við eitt sænskt afbrigði Öster
úyllom Potet, sem í Svíþjóð er talið að veita kartöflu-
inyglunni mjög mikla mótstöðu. Verður fróðlegt að
sjá hvernig það reynist hér. Eftirtektarverð afbrigði
€i u, hvað uppskerumagn og aðra eiginleika snertir, „Nr.
378“, fengið frá búnaðarháskólanum i Ási og „Edward
VII“ frá sama stað; ennfremur „Arran Consul“.
Kartöflumygla gerði ekki vart við sig sunnanlands
i sumar, að því er ég veit. Víða mjög voru gerðar
ráðstafanir lil að fyrirbyggja illar afleiðingar af völd-
um hennar, en hún gerði ekki heldur vart við sig þar
sem engar slíkar ráðstafanir voru viðhafðar. En á
sumrum, þegar skilyrði fyrir þróun kartöflumyglunn-
ar eru ekki til staðar, fæst vitanlega ekki nein vitn-
€skja um hreysti afbrigðanna gegn henni.
Viðvíkjandi vörnum gegn myglunni, má hér geta
þess, að stórum fleiri en áður hafa nú fullan hug á að
nota sér hinar kemisku varnir, síðan blásteinsduftið
kom í stað blásteinskalkvökvans. Duftið er stórum
handhægara við að fást og krefst ekki nærri eins dýrra
tækja, svo öllum er kleyft að koma því við þess vegna.
Kartöflufjölskyldurnar (clan) stækka og hafa nú
verið valdar úr þeim þær beztu 12, til áframhaldandi
ræktunar, og svo nokkrar nýjar verið teknar frá til
prófunar.
„Fjölskyldurnar“ aukast auðvitað misjafnlega
hratt, eftir því hve margt og slórt er undir hverju
grasi. Einna hraðast vex „King George“ og eru nú
komin 35 kg. út af því grasi, sem tekið var frá liaust-
i6 '1932.
Gulrófnaafbrigðin sem reynd voru á árinu voru 4
talsins, þau 3 sem reynd voru árið áður og við bættist: