Búnaðarrit - 01.01.1935, Page 40
34
B Ú N A Ð A R R I T
„Gautarófan“ — („Östgöta Original“) — sem töluvert
hefir verið auglýst siðastl. vor. — Þó vafasamt sé að
inæla með gulrófnaafbrigðum, sem ekki hafa verið
reynd hér um ára skeið, þá litur út fyrir að hér sé
um gott afhrigði að ræða. í sumar gaf hún jafnmikla
uppskeru og íslenzka gulrófan og brögð að trénun
voru sáralítil þrátt fyrir kalt vor. Hún er annars svip-
uð rússnesku gulrófunni, en stórvaxnari og blöðin
ekki eins jarðlæg. Einn kost er þetta afbrigði einnig
talið hafa, það á að standast sjúkdóminn Plasmo-
diophora brassicæ — (sænska nafnið „Klumprot" —
danska nafnið „Kaalbrok") svo vel, að það sé gerlegt
að rækta það á ökrum sem smitaðir eru af þessari
sóttkveikju, sein sýkir flest krossblóm og ummyndar
rót þeirra. Sýki þessi hefir verið svo mögnuð í Vest-
mannaeyjum, að orðið hefir að hætta við gulrófnarækt
í einstöku görðum þar. Því sendi ég fræ af „Gauta-
rófu“ til búnaðarfélagsins þar, til reynslu í hinum
sýktu görðum, en hef enn ekki frétt uin árangur.
Af káltegundum er það að segja, að þeim var nú hægt
að sá mánuði fyrr en í fyrra, eða 1. marz. Náðu þær
því eðlilega betri þroska, einkum hvítkálið.
Dittmarsker er éins og menn vita, gott afbrigði og
vel hæft til ræktunar hér og það lítur út fyrir að
Vásternorrlands hvítkálið sé það lika.
Stærstu hvítkálshöfuðin urðu 5 kg. af Dittmarsker
og 5,50 kg. Vásternorrlands.
Rauðkál aftur á móti, náði minni þroska á þessu
sumri en árið áður, þó því væri nú sáð fyrr.
Þá hef ég og á þessu ári jafnan verið til taks ineð
fræðslu um garðyrkju, hæði á fundum og i útvarpi,
t. d. veturinn 1933—4 vorn útvarpserindi mín 7 alls.
þá hef ég einnig leiðbcint þeim um garðyrkju sem
leitað hafa til mín, bæði um matjurta-, blóma- og
trjárækt.
i