Búnaðarrit - 01.01.1935, Page 44
38
BÚNAÐARRIT
klakalaus allan mánuðinn. Seinni hluti nóvember
mjög roksamur. Lömb tekin. á gjöf um og eftir 20.
nóv.
Desember fremur rosa og rigningasamur. Tið mjög (
óslöðug en óvenju hlý, jörð græn og alauð allan mán-
uðinn. Ám og lömbum víðast gefin full gjöf, en úti-
gangshross látin vera gjafarlaus.
Árið endaði með logni og blíðu. Árið 1933 svipar á
margan hátt til ársins 1932, á það við með hið hlýja
tíðarfar. Veturinn var venju fremur hlýr, og þó veðra-
samt væri á stundum voru snjóalög litil. Vorið var mjög
hlýtt og frernur þurrkasamt með töluverðu sólfari.
(Þetta gildir þó ekki fyrir Borgarfjörð vestra og sveit-
irnar næst Reykjavík). Gróðri fór svipað fram og árið
á undan en brá til meiri sprettu þegar kom fram í
júní, Sumarið yfirleitt með hlýjasta móti; mun lilýrra
en 1932. Fyrri hluti sumars votviðrasamt, og tið mjög
rysjótt þegar á sumarið leið. Öflun og nýting jarðar-
gróðurs varð þessvegna erfið, og hið heita tíðarfar
kom ekki að því haldi er ætla mátti í fyrstu.
Haustið umhleypingasamt, en þó að vísu hagstætt á
inarga lund verklegum framkvæmdum. Siðasta mán-
uð ársins, svipar meir til vorveðráttu en vetrar.
Árið má þessvegna telja, eftir því sem að framan er
lýst, meir en meðalár hvað hlýindi snertir, en þó á
inarga lund óhagstætt, vegna þess, hvað heyskapartíð-
in var votviðrasöm, er af sér leiddi, á fjölmörgum stöð-
um úr sér sprottin, hrakin og kjarnlítil hey.
Fer hér á eftir, til gleggra yfirlits, tafla er sýnir: Lág-
mark, háinark, meðalhita og jarðvegshita í 1 m. dýpi,
ásamt fjölda úrkomudaga og úrkomu í mm. fyrir i
hvern mánuð ársins 1933, athugað á Sámsstöðum í
Fljótshlíð.
J