Búnaðarrit - 01.01.1935, Side 49
BÚNAÐARRIT
43
á ökrum úti vegna illviðra. Má því telja að allmilcið af
vinnu þeirri, sein fór í þessa byggingu, hafi verið
ígripavinna. Væri óefað mikill vinningur fyrir húsa-
gerð í sveitum, ef steinasteypugerð gæti orðið heimilis-
iðnaður. Mætti þá undirbúa margt betur, það er að
byggingum lýtur, með minni tilkostnaði en nú er al-
mennt, og annað, sem er veigamikið atriði, að auð-
veldara er að breyta þeim byggingum, sem hlaðnar
eru úr steinum en hinum, sem steyptar eru úr járn-
bentri steinsteypu.
Á árinu 1934 hefir elckert verið unnið að hygging-
um svo teljandi sé, tveir moldarkofar hafa verið
byggðir, annar fyrir kartöflugeymslu og hinn fyrir
geymslu ýmsra matvæla, er ekki var hægt að geyma í
íbúðarhúsinu vegna of mikils liita.
Kartöflugeyinslukofinn tekur um 50 tn. af jarðar-
ávöxtum og er mest grafinn í jörð.
Þó að nú sé búið að koma upp allmiklum bygging-
um á Sámsstöðum, þá vantar þó mikið á, að allar
byggingar séu fyrir hendi, er stöðin og starfsemin
þarfnast. Það hefir vantað og vantar enn kúa- og
nautafjós með nægilega stórri hejdilöðu, votheys-
gryfjum og áburðargeymslu. Gripahúsbyggingarnar á
Sámsstöðum -— að undanskildu nýja hesthúsinu —
eru þröngir, lekir og lélegir moldarkofar, og aðstaða
öll hiu versta við alla gripahirðingu. Gripahúsbygg-
ingarnar á . Sámsstöðum er mjög aðkallandi atriði
vegna jarðræktartilraunanna og starfseminnar allrar.
Árlega eykst ræktunin og tilraunum fjölgar. Afleiðing-
in, vaxandi fóðurmagn, sem óhjákvæmilega leiðir af
sér aukið gripahald. Þá má minnast á það, að nauð-
synlegt væri að gera tilraunastarfsemina fjölþættari,
svo hún næði lil fleiri búgreina en jarðræktarinnar
einnar. Til dæmis virðist vera mjög aðkallandi mál, að
rannsaka heyverkunaraðferðir, vothey og þurrhey.
Báðar aðferðirnar geta tekið framförum, ef tilraunum