Búnaðarrit - 01.01.1935, Page 52
BÚNAÐARRIT
46
fór að bera á myglu í fyrst skorna fræinu og suint
farið að spíra í skrýfunum, olli þessu hinn jafni hiti
og molluveður. Þurrkflæsur þær, sem komu um og eft-
ir 20. ágúst stöðvuðu þessar skemmdir í bili, en tíðar-
far það, er síðar varð, stórskemmdi mikinn hluta fræ-
uppskerunnar, einkum mikla rokið aðfaranótt 27. á-
gúst. Sumt af fræinu náðist ekki i hús l'yrr en í okt-
óber og þá mjög lélegt. Fræuppskeran varð sem hér
greinir:
Frætegund Hreinsað fræ Landstærð
kg m2
Háliðagras 50 2000
Túnvingull 94 1,4000
Sveifgras ... 127 5000
Ýmiskonar fræ . . 6 300
277 kg 2,13 ha
Þetta fræ var rannsakað í febrúar og marz 1934 og
reyndist mjög illa, cins og eftirfarandi yfirlit sýnir:
Tegund Fjöldi sýnish. Gróhraði Grómagn 1000 fræ vega gr
1. Háliðagras . . . ... 4 41,5 57,0 1,018
2. Túnvingull . . ... 9 26,2 41,8 0,930
3. Vallarsveifgras ... 4 5,5 17,0 0,380
4. Hávingull . . . ... 4 30,0 58,9 2,162
5. Vallarfoxgras ... 5 44,8 50,0 0,438
6. Jaðar rýgresi ... 3 26,0 33,4 2,350
Yfirlit þetta sýnir greinilega, að gæði fræsins hafa
verið í lakasta lagi, en þrátt fyrir þessa lágu spírun,
gaf þetta fræ ágætan grassvörð 1934, með því að sá tvö-
földu fræmagni við það venjulega. 1000 fræþyngdin
sýnir, að allar frætegundirnar liafa náð eðlilegri stærð,
cða fullum þroska.
Eftirtektarvert er það líka, að tegundirnar háving-
nll, vallarfoxgras og rýgresi spíra ekki neitt lakar en