Búnaðarrit - 01.01.1935, Page 54
48
BÚNAÐARRIT
lega, og virðist niéx- það vex-a eina úrlausnin á því, að
hækka grómagn ísl. fræframleiðslu. Reynslan sýnir,
að ísl. grasfræið hefir að jafnaði gróið ver en erlent
fræ, en í mörgum tilfellum þó, náð cins háu grómagni,
en því aðeins að viðrað hafi vel yfir þurrkunartíma
fræsins.
Um hinar frætegundirnar, nr. 4—6, er svipað að
segja og 1933. Þær hafa náð fullum þroska en gróið
fremur laklega.
Það, sem lagt var út til fræræktar 1932 ónýttist
veturinn 1933 og liafa valdið hér 2 orsalcir. Fyrst sú,
að of séint var í landið sáð og hitt að moldruni varð
þar mikill yfir vetrarmánuðina. Vorið 1933 var sáð
í rúman hálfan hektara grasfræi til fræræktar. Fræið,
sem notað var í þetta land, var allt íslenzkt, valið fræ.
Fræræktin 1934 gckk mun betur en árið á undan,
þó var tíðarfar ekki vel hagstætt slíkri ræktun,
vorið of kalt og sumarið of sólarlítið. Fræupp-
skeran hófst með seinna móti, af því allar grasteg-
undir þroskuðu fræ sitt 6—10 dögum seinna en und-
anfarin ár. Uppskerutími fræsins var fremur erfiður;
rigningasamt og stormar töluverðir. Mikill hluti fræ-
uppskerunnar var þurrkaður á „hesjum“ og lxjargaði
það fræinu frá skemmdum. Mestu af fræinu var ekið
inn um nxiðjan septemher, og þá prýðisvel þurru.
Ekki er vitað, hvernig þetta fræ reynist, því frærann-
sóknir eru ekki búnar, þegar þetta er ritað.
Fræræktin varð sem hér greinir:
Frætegund Hreinsað fræ Landstærð
kg m=
Vallarsveifgras . . 230 8459
Túnvingull 90 8410
Háliðagras 70 1820
Blásveifgras .... 7 290
Rýgresi 16 50
Snarrót 5 250