Búnaðarrit - 01.01.1935, Page 56
50
B Ú N A Ð A R R I T
hér jafnan erfið og vandasöm ræktunargrein, veldur
liér mest veðráttan, sólarlítið og súldurslegt loftslag.
Allt virðist benda til þess, að sérstakar ráðstafanir
þurfi að gera ár hvert, til að þurrka fræið meira en
venjulega er hægt síðari hluta sumars, en um þetta
hýst ég við, að gera fleiri rannsóknir áður en ráðist
verður í að kaupa fræþurrkunarvél til þeirra hluta..
b. Túnrækt.
Bæði árin hefir verið unnið að ýmiskonar tilraun-
um í túnrækt. Fyrra árið var byrjað á 4 tilraunum og.
skal þeini nokkuð lýst hér.
1. Fræblöndunartilraun með 6 ólíkar fræblöndur. ís-
lenzkt fræ að mestu notað i tilraunina. Harðvellis-
blanda S. í. S. 1933 notuð sem mælikvarði. Er þetta
þriðja tilraunin, sem gerð er með fræblöndu hér í
stöðinni og verður enn i nokkur ár bætt við til-
raunum með þessa þætti túnræktarinnar.
2. Tilraun með 5 grastegundir til túnræktar. Sömu-
leiðis notað íslenzkt fræ í tilraunirnar og af þess-
um tegundum: Háliðagras, túnvingull, vallasveif-
gras, snarrót og hávingull. Tilgangurinn með til-
raun þessari er sá, að vita hver af þessum tegund-
um gefur mesta uppslieru við góð ræktunarskilyrði
og eins hitt, hvað hver þeirra heldur lengi velli, án
iblöndunar annara tegunda.
3. Tilraun er með forræktun (þ. e. undirbúnings-
ræktun) fyrir túnrækt. Tilraununum er hagafr
þannig:
Nr. 1 Túnrækt á nýbrotnu landi, ísáð 1933.
— 2 Þriggja ára kornrækt, sáð til túnræktar 1936.
— 3 Tveggja ára kornrækt, 1 árs kartöflurækt,
tún 1936.
— 4 Tveggja ára kornrækt, sáð til túnræktar 1936.
— 5 Eins árs kornrækt, sáð til túnræktar 1936.
— 6 Túnrækt á nýbrotnu landi 1936.