Búnaðarrit - 01.01.1935, Page 57
B Ú N A Ð A R R I T
51
Við tilraun þessa eru hafðir 4 samreitir og rækt-
unar-reitir 100 m2.
Við túnræktina er notuð fræbl. S. í. S. 1933 og
sáð með skjólsáði, 100 kg Niðarhöfrum á ha.
Við kornræktina er notað Dönnesbygg og Niðar-
hafrar til skiptis og litsæðismagn 200 kg á lia. A-
burður er hafður 300 kg nitrophoska á ha fyrir
kornræktina og eins við framhaldsræktun tún-
ræktarreitanna. Við kartöfluræktina er notaður bú-
fjáráburður, 100 tonn á ha, og sömuleiðis það ár-
ið, sem sáð er i túnræktarreitina.
Allir reitir og atriðisspursmál tilraunarinnar fá
að samantöldu jafnmikinn áburð.
Markmið tilraunarinnar er það, að fá skorið úr
því, hvert gildi mismunandi löng forvinnsla hefir
á túnrækt, og eins hitt, að sjá hvað korn og kartöfl-
ur gefa af sér samanborið við túnrækt. Tilraunin
er gerð á mögrum leirmóajarðvegi. í ráði er að gera
samskonar tilraun á framræstri mýrarjörð, því
ætla má, að hæfilega löng forræktun gefi þar meiri
árangur.
Tilraun þessi er tilkomin vegna þess, að við
kornyrkjuna hefir þess orðið varð, að þurft hefir
minni köfnunarefnisáburð á 3. og 4. ári en á 1. og
og 2. ári kornyrkju, á sama landi. Reynslan sýnir
hér i stöðinni, að kornrækt á nýbrotnu landi þarf
200—300 kg þýzkan saltpétur á ba 1. árið en á 2.,
3. og 4. ári 175—200 eftir jarðvegi. Þessi munur
á köfnunarefnisþörf byggtegunda hlýtur að vera
fólginn í þeirri tilreiðslu eða jarðvinnslu, sem jarð-
vegurinn fær við kornræktina eða aðra sáðskipti-
rækt. Þessari og öðrum líkuin tilraunum er nú ætl-
að að rannsaka þetta veigamikla atriði íslenzkrar
jarðræktar. Likur benda til, að eina ráðið til að ná
i hina bundnu frjósemi íslenzkrar moldar, sé sáð-
skipti eða víxlræktun.