Búnaðarrit - 01.01.1935, Page 60
54
B Ú N A Ð A R R I T
Framangreint yfirlit sýnir, að tilraunirnar í tún-
rækt eru orðnar all-umfangsmiklar, þó ber þess að
geta, að verulegur hluti tilraunanna er í sambandi
við fræræktina, t. d. allar tilraunir með grastegundir
og stofna af þeiin.
Það er nú á síðari árum, að ég hefi byrjað á þeim
tilraunum, sem lúta að hinni algengu túnrækt og
er það gert vegna þess, að þetta er nú eina tilrauna-
stöðin hér sunnanlands, er slarfar fyrir jarðræktina.
Hitt er mér Ijóst, að mörg eru þau viðfangsefni, sem
þyrl'ti að taka til rannsóknar, ekki hvað síst um
geymslu og notkun búfjáráburðar, en slíkar tilraunir
verður vitanlega ekki hægt að gera, fyrr en góð aðstaða
cr fengin fyrir framkvæmd þeirra, viðunandi gripa-
byggingar ásamt áburðargeymslu. Túnræktarland
stöðvarinnar var sumarið 1934 1,83 ha. Rúmur ha af
þessu landi gaf af sér 75 hestburði af töðu á 100 kg
s. 1. sumar. í tæpl. 0,8 ha var sáð til túnræktar í vor
og er það að inestu tilraunaland.
c. Kornyrkja.
Bæði árin hefir, sein að undanförnu, verið unnið
að kornyrkju og kornyrkjutilraunum. Gildir sama
um þessa ræktun eins og grasfræræktina, að hún hefir
verið fremur erfið í framkvæmd. Einkum var sum-
arið og haustið 1933 mjög óhagstætt kornrækt, sem
og allri ræktun og öflnn jarðargróða hér sunnanlands.
Vorið 1933 var sáð í kornakrana 30. apríl til 3. maí,
kom það allt vel upp 10.—15. maí. Spretta var mun
örari í fyrstu en 1932. Skriðu því bæði bygg og liafra-
akrar 5—7 dögum fyrr en sumarið á undan. Bygg-
uppskeran hófst 24. ágúst og lokið 6. sept. Hafraupp-
skeran byrjaði 10. sepl. og lokið 28. s. m. Byggupp-
skerunni var bjargað í bús 9.—12. okt., þá prýðis vel
þurri, þrátt fyrir slæma tíð. Byggið allt var þurrkað
í smáskrýfum og síðan sett í sívala keilumyndaða