Búnaðarrit - 01.01.1935, Page 62
56
BÚNAÐARRTT
Niðarhafrarnir og Dönnesbyggið hei'ir hvorttveggja
náð í'ullum þroska, en hafrarnir hafa bæði árin gróið
i lakara lagi, en þó sæmilega nothæfir til útsæðis.
Veldur hér mestu um, að þeir frusu blautir á „hesj-
unum“.
Kornyrkjan sumarið 1934 varð fremur hæg í fram-
kvæmd. Vorið var það kaldasta siðan 1923. Sáð var í
kornakrana frá 25 apríl til 15. maí. Fyrst sáða kornið
kom ekki upp fyrr en síðast í maí, spretta öll gekk
mjög seint og skríður bæði bygg og hafrar með seinna
móti. Bygguppskeran byrjaði 24. ágúst og lokið 10.
sept. Hafrarnir voru skornir frá 7.—15. september.
Báðar korntegundirnar voru prýðisvel þroskaðar ‘og
þurrkun þeirra varð á skemmri tíma en venjulega, því
tíðarfar í september var hagstætt. Mest af kornupp-
skerunni var lcomið í hús í síðari hluta september og
fyrstu dagana í október.
Alls var kornland stöðvarinnar þetta árið 4,99 ha og
af þeirri landstærð 2,2 ha nýbylt land; hefir þetta
nokkur áhrif í þá átt að draga úr kornuppskerunni
eins og að nokkru má sjá á eftirfarandi yfirliti.
Sprettu- Land- Korn Tunnur
Teguntl tími stœrð í kg á 100 kg af ha
Niðarhafrar . 131 0,90 2000 22,2
Favorithafrar .... 141 1,02 1750 17,5
Dönnesbygg . .. 98—118 3,07 5750 18,7
Auk þessa voru 870 m2 aneð vetrarrúg, er gaf
af sér 155 kg af ágætlega vel þroskuðum rúgi.
Uppskeran verður af ha 1800 kg, og má það teljast
viðunandi.
Eins og yfirlitið sýnir, þá hefir kornuppskeran,
iniðað við landstærð, verið töluvert fyrir neðan meðal-
tal. (Meðaltal stöðvarinnar frá byrjun er 21,5 tn af
lia af byggi og höfrum).