Búnaðarrit - 01.01.1935, Side 67
BÚNAÐARRIT
61
sumarið 1933 og það í öllum landshlutum. Bezt reyn-
ist kornið frá Norður- og Austurlandi, enda var tíðin
þar hagstæð.
í þessu sambandi er vert að geta þess, að Jón G.
Kjerúlf, l)óndi á Hafursá i Skógum, hefir undanfarin
5 sumur ræktað l>æði bygg og hafra til þroskunar ineð
góðum árangri, sýna tilraunir hans, að þessar korn-
tegundir geta vel þroskazt á Austurlandi.
Korn það, er ég hefi fengið frá Aukureyri og víðar
af Norðurlandi i'rá sumrinu 1934 sýnir, að það hefir
náð sæinilegum þroska, þrátt fyrir óhagstætt sumar
þar um slóðir. Þykir mér líklegt, að ef kornyrkja
liefði verið algeng á hverjum bæ þar í sumar, myndi
ekki vera jafn þröngt um fóðurbætir hjá bændum.
Kornyrltjan verður þar, eins og annarsstaðar á land-
iau, tryggingarráðstöfun fyrir afkomu landbúnaðar-
ins, en til þess að slíkt megi verða, þarf að útbreiða
hana mcðal bænda, og þeir sjálfir að skilja nauðsyn
hennar og nytsemi fyrir búskapinn.
Á Seljalandi í V.-Eyjafjallahreppi hóf Samyrkjufé-
lag Eyfellinga kornyrkju vorið 1933. Það sumar gekk
ræktun að visu vel, en vegna mikilla storma síðast í
ágúst um sumarið ónýttist allmikið af korninu. Sáð
var í ca 10 dagsláttur og uppskeran af hyggi og höfr-
um varð um 25 tunnur. Vorið 1934 var sáð aftur í
sama land og árið áður, en vegria ýmsra mistaka og
einnig óhappa, varð uppskeran mjo'g lítil. Um 11 dagsl.
gáfu af sér 35—40 tunnur af byggi og höfrum. Yfirleitt
virðist akuryrkja, sem byggð er á samyrkju bænda,
er búa dreift, tæpast geta átt mikla framtíð. Kemur
hcr margt til greina, og þá fyrst það, að flestir hænd-
ur eru það fáliðaðir á bæjum sínum, að þeir geta ekki
ulltaf lagt vinnu í félagsræktun með korntegundir,
þegar þess er mest þörf. Hamlar hér og líka samtaka-
leysi og óhæg aðstaða til að ná fólki saman í dreif-
býli og það venjulega um engjasláttinn. Bezt fyrir