Búnaðarrit - 01.01.1935, Page 71
BÚNAÐARRIT
65
Nautgripa- og' sauðfjárræktar-
ráðunauturinn 1933 og 1934.
I. Sauðf‘járræktin.
El'tir 'venju afhenti ég stjórninni skýrslu um störf
á árinu 1933, í fyrra. Hún þótti of löng til birtingar.1)
Nú er ég beðinn að reyna að draga bæði árin
saman og vera stuttorður, og skal það reynt, enda
þótt ég telji, að það sé rangt, því það er lágmarks-
krafa, sem gera verður til okkar ráðunautanna, að við
segjum húsbændum okkar, bændunum, hvað við störf-
um og hvernig starfið gengur.
Tlðarfarið. Árið 1933 var vetur góður frá áramót-
um, voraði snemma og greri jafnt til fjalla og sveita.
Spretta var ör og tún orðin sláandi um miðjan júní.
En þá voru vorannir ekki búnar, menn ekki tilbúnir
að fara að slá, og því spruttu tún víða úr sér. Eyfirð-
ingar byrjuðu fyrst. Norðan- og austanlands var hey-
skapartíð með afbrigðum góð, og um allt land var
spretta liin prýðilegasta. Þar urðu því mikil og
góð hey. Annarsstaðar var tíðin votviðrasöm og sér-
staklega á Suðaustur- og Suðurlandi, enda hrökkt-
ust hey þar mikið og urðu slæm, en að vöxtum
vel í ineðallagi. Haustið var votviðrasamt, sérstaklega
sunnanlands. í byrjun nóvember kom mikill snjór
norðanlands og fennti fé á nokkrum stöðum í Þing-
eyjarsýslu. Fljótt tók hann aftur og var úr því góð
tíð til áramóta.
1934 var vetur góður frá áramótum en vor kalt.
Voru hríðar og kuldar fram í júnímánuð. Ám varð
íið gefa inni fram á sauðburð og sumstaðar allan sauð-
burðinn. Gróður kom ckki fyrr en í júni, en þá spratt
1) Félngsstjórnin ákvað í fyrra, að þá skyldi cngar starfs-
skýrslur birta, hvorki langar né stuttar. Ritstj.
5