Búnaðarrit - 01.01.1935, Qupperneq 77
BÚNAÐARRIT
71
efnum, og þá sérstaklega við sjávarsíðuna, að forðast
að beita í fjöru — og þá allra síst hungruðu fé — á
frosinn, nýrekinn þara, og fjöru, sem venjulega er
undir sjó, en kemur aðeins upp um stórstraum.
Sýningar voru 1933 frá Vaðlaheiði að Hvalfjarðar-
botni, en 1934 þaðan að Skeiðará. 1933 mætti ég sjálf-
ur á sýningunum, en 1934 sat ég á haustþinginu og
inætti þá fyrir mig á sýningunum, búfræðikandidat
Gunnar Árnason.
Sýningarnar voru bæði haustin vel sóttar, þátttalcan
var góð 1933, en nokkrir hreppar óskuðu ekki eftir
sýningu 1934, og sést á skýrslum þeim, sem hér fylgja
um sýnda hrúta, hverjir hreppar það voru.
Hrútarnir, sem sýndir voru 1933, voru yfirleitt
betri en hrútarnir, sem sýndir voru á sama svæði á
siðustu sýningum. Þó var þetta misjafnt i hreppun-
um, og getur liver sem vill, áttað sig á því eftir mál-
unum, sem meðalhrútur hafði þá og nú. Áberandi var,
að menn liöfðu nú meiri skilning á því, hvaða bygg-
ingarlagi ber að sækjast el'tir, til þess að skrokkarnir
fullnægi sem bezt þeim kröfum, sem enski freðkjöts-
markaðurinn gerir til þeirra. Þrátt fyrir þetta, vantar
mikið á, að hrútarnir séu enn eins og æskilegt væri
hvað þetta snertir, og eru það þá sérstaldega herð-
arnar, sem enn eru allt of skarpar. Samanburður á
lirútunum, sem sýndir voru liauslið 1934, og hrútun-
uin, sem sýndir voru á næstu sýningum áður á sama
svæði, verður ekki gerður hér. Síðast voru þar vor-
sýningar, en nú haustsýningar, og því er t. d. þunginn
ekki sambærilegur. Sama mun að einhverju leyti mega
scgja um brjótsmál, en að öðru leyti raskast saman-
liurðurinn ekki.
Þeir lirútar, sem fengu fyrstu verðlaun haustið
1933, voru:
i Svalbarðsstrandarhreppi:
Mjaldur Jóns Laxdals, frá Garði í Fnjsókadal, og