Búnaðarrit - 01.01.1935, Side 107
BÚNAÐARRIT
101
fyrirfram, hve miklu hver deild í því sláturfélagi, sem
hefir kjötsöluna i viðkomandi hæ, mætti slátra í hverri
sumarviku. Vissu bændurnir það strax að haustinu,
þá er þeim vorkunnarlaust að laga sig þar eftir, og láta
ærnar bera eftir því, sem við á, hvað sláturtíma lamb-
anna snertir og heyforðann. Ég tel, að það eigi að gefa
þessu máli gaum, og það mun sannast hvorttveggja,
að dilkkrílin, sem verið er að slátra fyrst á sumrin,
þykja ekki' sæmilegur matur, og menn sjá, að slíkt
horgar sig ekki, samanhorið við hitt, að slátra þá lömb-
um, sem eru eldri og vænni, enda þótt það hafi þurft
að kosta nokkru meira til ánna.
Karcikulfé var flutt lil landsins 1933, og vil ég fara
um það nokltrum orðum. Ég vil benda á tvö atriði, sem
ég er hræddur um að menn almennt gleymi. Fyrst er
það, að enginn þarf að húast við öðru, en skinnin verði
misjöfn, bæði nú við fyrstu blöndun, og eins þegar
haldið verður áfram með blöndunina. Nú við þessa
fyrslu blöndun, gæti ég trúað að skinnin yrðu frá því
að vera verðlaus og upp í kringum 20 kr. virði. En þá
rekum við okkur á það, að enginn þekkir muninn og
kann að aðgreina þau eftir gæðum. Lömbin, sem hafa
ekki góð skinn eiga vitanlega að lifa og slátrast að
haustinu eins og hver önnur lömb, — þau verða í engu
verri lil frálags en önnur lömb. En hin, sem hafa góðu
skinnin eiga sumpart að setjast á, til þess að mynda
framtíðarstofn við áframhaldandi blöndun og sumpart
að slátrast nýborin, vegna skinnanna. Og það, sem ég
vildi benda á, er þetta: Það líða mörg ár þar til þeir,
sem féð eiga, eru orðnir það glöggskygnir á skinnin,
að þeir drepa þau lömb ein nýborin, sem hafa góð
skinn. Þess vegna má eiga það víst, að meðal skinn-
anna verður mikið af úrgangsskinnum fyrstu árin.
Hitt er það, að karakulærnar ganga á ölluin tímum
ars. Eg veit ekki hvað blendingarnir gera í þessu el'ni,
an það má ætla að þeir geri það líka. Þess vegna þurfa