Búnaðarrit - 01.01.1935, Page 110
104
BÚNAÐARRIT
hryssunum höfðu 28 áður hlotið I. verðlaun, en 110
bættust við í þann hóp. Eru þetta jöfnustu og beztu
hrossasýningar, sem ég hefi verið á, og báru gleðilegan
vott um árangur hrossaræktarfélaganna.
Stóðhestarnir tveir, sem bættust í hópinn voru þeir
Vinur, eign Hrossaræktarfélags Villingaholtshrepps,
og Bráinn, eign Hrossaræktarfélags Hornfirðinga.
Vinur er fæddur 1926, jarpur að lit. Faðir hans var
Óðinn á Reykhólum, en hann var að hálfu ættaður frá
Hindisvík og að hálfu frá Undirfelli, en móðir han&
er rauðblesótt, dóttur-dóttur Lárusar-Brúnku á Reyk-
hólum. Líkist Vinur mest í Hindisvíkurættina.
Bráinn er fæddur 1928, rauður að lit. Faðir hans
er Rauður frá Hoffelli, en móðir hans er Rauðka
Benedikts í Dilksnesi, en hún er einhver fegursta
hryssa, sem ég hefi séð, og voru aðrir kostir hennar
mjög eftir útliti. Rauka var í báðar ættir komin af
Óðu-Rauðku í Árnanesi.
Sýningarnar voru yfirleitt vel sóttar, og fékkst því
sæmilegt yfirlit yfir hrossastofninn á þessu svæðú
nema í Rangárvallasýslu, þar afþakkaði sýslunefndin
sýningar. Þó tókst sýslunefndinni ekki algerlega að
setja Ijós þeirra undir mæliker, því haldin var sýning.
í Dalseli, fyrir atheina tveggja hreppa þar, og svo voru
haldnar 6 afkvæmasýningar þar í sýslunni. Þessi af-
staða sýslunefndarinnar varð þó til þess, að ekki
fékkst heildaryfirlit yl'ir hrossastofn héraðsins.
Nokkrar sýningar báru þess vott, að einstakar ættir
liöfðu breiðst svo út, að ættarmótsins gætti yfir heilar
sveitir eða héruð. Einna Ijósast var þetta á tveimur
sýningunum.
Við Laxárbrú í Árnessýslu var það ættarmót Nasa
frá Skarði og Berghylsættarinnar, sein gætti mest.
Þar hlutu 22 hryssur I. verðlaun, og voru flestar af
þessum stofni.
Á Egilsstöðum á Völlum hlutu 24 hryssur I. verð-