Búnaðarrit - 01.01.1935, Page 112
106
BÚNAÐARRIT
Þá skal einnig geta þess, að Faxi frá Hömrum hefir
ekki fengið nema II. verðlaun á héraðssýningum, en
afkvæmi hans voru svo góð, að nærri lá að hann fengi
I. verðlaun fyrir þau. Voru þau yfirleitt mjög rétt-
vaxin, fíngerð og fjörleg, en heldur grannbyggð, og
sum þeirra höfðu dálítið skakka fætur. Ekki þori ég
að fullyrða, að þessara galla hefði gætt, ef þau hefðu
fengið nákvæmt uppeldi. Fíngerð hross- eru viðkvæm.
Hrossaræktarfélög voru þau sömu og árinu áður,
45 að tölu. Alls voru á árinu leiddar 1892 hryssur til
kynbótahesta félaganna.
Á þessu ári voru hrossar.fél. styrkt til að kaupa 4
kynbótahesta og til að reisa 1 kynbótagirðingu. Því
hefir ekki orðið meiri hreyfing á þessu, en nú var
sagt, að flest félögin eiga nýlegar girðingar og unga
kynbótahesta og miðaldra.
Þá hefir á þessu ári verið greiddur fóðurstyrkur
fyrir 3 stóðhesta, þá:
Nasa frá Skarði,
Hárek frá Geitaskarði og
Skúm frá Kirkjubæ.
Þessir hestar hafa hlotið I. verðlaun fyrir afkvæmi.
Á þessu ári (veturinn 1932—1933) störfuðu 10 fóð-
urbirgðafélög, og náðu þau til 322 félagsmanna á 245
býlum. Er það 3 félögum minna, en ég vonaði að störf-
uðu þetta ár, er ég skrifaði síðustu skýrslu mína, 7.
jan. 1933.
Þá vann ég úr skýrslum um vanhöld búfjár, sem
safnað er samkvæmt V. kafla búfjárræktarlaganna,
og voru þær niðurstöður birtar í síðasta Búnaðarriti.
11)34.
Á þessu ári voru störf mín hjá Búnaðarfélagi Is-
lands einkum í þágu hrossaræktarinnar og fóður-
birgðafélaganna, og segi ég því helzt frá því.
Á þessu ári voru hrossasýningar haldnar í Eyja-