Búnaðarrit - 01.01.1935, Síða 113
BÚNAÐARRIT
107
í'jarðar-, Skagafjarðar- og Húnavatrissýslum. Alls voru
haldnar 13 sýningar, þar af 10 héraðssýningar og 3
afkvæmasýningar ,og sýnd alls 700 hross.
Á héraðssýningunum hlutu I. verðlaun 21 stóðhest-
ur og 153 hryssur. Af stóðhestunum höfðu 11 hlotið
áður I. verðlaun, en 10 hlutu þau nú í fyrsta skipti.
Af hryssunum höfðu 41 áður hlotið I. verðlaun, en 112
hlutu þau nú í fyrsta skipti. Árið 1931 voru ekki
hrossasýningar i A.-Húnavatnssýslu, en nú voru þar
haldnar 4 sýningar, allar mjög vel sóttar, og valda
þær nokkru um hve margar hryssur nú hlutu I. verð-
laun, af þeim sem ekki hafa fengið þau áður.
Stóðhestar þeir, er nú fengu I. verðl. í fyrsta sinni,
voru þessir:
1. Blakkur, brúnn, f. 1927, eig. sr. Lárus Arnórsson,
Miklabæ. Ættaður frá Miklabæ.
2. Nasi, rauðnösóttur, f. 1930, eig. Magnús Sig-
mundsson Vindheimum í Tungusveit. Foreldrar
Nasa eru: Rauður, Svartárdal og Gráblesa, Vind-
heiinum.
3. Skolur, jarpur, f. 1927, eig. Sigurður Óskarsson
Krossnesi í Hólmi. Foreldrar Skols voru: Brúnn,
Löngumýri og Svöludóttir — brún— Krossnesi.
4. Glaumur, rauður, l'. 1927, eig. Jóhannes Guð-
mundsson Vallholti-ytra í Hólmi. Foreldrar
Glaums voru: Funi frá Tungu í Stíflu og Snerra —
grá — Glaumbæ.
5. Gylfi, rauður, f. 1927, eig. Valdimar Guðmunds-
son Vallanesi. — Ættaður frá Vallanesi.
6. Gráni, steingrár, f. 1931, eig. Sigurður Erlends-
son Stóru-Giljá. Faðir: Spakur á Giljá, ættaður
frá Þorkellshóli og Tittlingastöðum. Móðir: Mósa,
Giljá.
7. Jarpur, dökkjarpur, f. 1923, eig. Hrossar.fél.
Svínavatnshrepps. — Ættaður frá Stokkhólma.