Búnaðarrit - 01.01.1935, Side 116
110
BÚNAÐARRIT
Að þessari athugun Þjóðverjanna lokinni, söradu
þeir um kaup á 200 hrossum. Voru flest lirossin
keypt í Skagafirði, Húnavatnssýslu og Rangárvalla-
sýslu og fóru þau héðan 20. sept. s. 1. -—- Ekki veit ég
enn, hvernig hrossin líka, eða hvaða vonir má næra
um framaldandi hrossasölu til Þýkalands.
Er Þjóðverjarnir skoðuðu hrossin hér, varð mér
það strax ljóst, að þeir gerðu miklu harðari kröfur
um hyggingu þeirra, heldur en aðrir, sem hér hafa
keypt hross til útflutnings. — Verði framhald á sölu
hesta lil Þýzkalands, þarf að vanda þá sem bezt, því
Þjóðverjar eru hestavandir, en hestar ganga þar, að
jafnaði, hærra verði en í nágrannalönduin þeirra. Nú
er el'tir að vita, hvort Þjóðverjar eru svo snjallir hesta-
menn, að þeir átti sig á sérkennum ,,íslendingsins“,
svo að þeim notist kostir hans.
Ég hefi sleppt að tilgreina styrkhæðir þær, sem
hrossaræktin og fóðurhirgðafélögin hafa notið frá rík-
issjóði, því ég veit að búnaðarmálastjóri tilgreinir þær
i skýrslu sinni.
Reykjavik, 11. jan. 1935.
Theodór Arnbjörnsson
— frá Ósi. —
Starfsskýrsla um fóðrunartilraunir
1933 og 1934.
Bæði árin var haldið áfram fórunartilraunum þeim
með ær, sem byrjað var á 1930. Markmið þeirra er,
eins og getið var um í síðustu starfsskýrslu, að alhuga
hvert aukning á vetrarfóðri ánna, fram yfir það, sem
almennt er talið sæmilegt, hefir áhrif, og þá hve mikil
á vænleika dilkanna.