Búnaðarrit - 01.01.1935, Page 120
114
BÚNAÐARRIT
Loðdýraræktarráðunauturinn.
Skýrsla um refabú skoðuð ú tímabilinu frá því
snemma í október 1934 til <S. janúar 1935.
Refabú í Reykjavík og i nærsveitum hennar:
1. Refabúið hjá Emil Rokstad, Bjarmalandi, stofn-
að 1929. í refagarðinum voru 10 læður og 7 steggir,
fullorðnir silfurrefir, og 45 silfurrefayrðlingar.
Umgengni og útbúnaður á refagarðinum var í
góðu lagi, en of einhæf fóðrun á dýrunum.
2. Refabúið hjá „h/f. Refur“, Reykjavík. í refagarð-
inum voru 5 læður og 4 steggir, fullorðnir silfur-
refir, og 10 silfurrefayrðlingar. Umgengni var
ekki góð, en útbúnaður á refagarðinum ágætur.
3. Refabúið hjá Jóni Pálssyni, sundkennar, (við
Reykjavík), stofnað 1933. í refagarðinum voru
2 pör, fullorðnir silfurrefir,* og 4 silfurrefa jrrð-
linga. Umgengni og útbúnaður á garðinum góð-
ur, en of einhæf fóðrun.
4. Refabúið hjá Ólafi Pálssyni (við Reykjavík). t
refagarðinum voru 2 l'ullorðnir silfurrefir (1 par)
og 4 silfurrefayrðlingar. Umgengni sæmileg og
útbúnaður á refagarðinum góður.
5. Refabúið hjá Steingrími Pálssyni (við Reykja-
vik), stofnað 1930 af þeim bræðrum Steingrími,
Jóni og Ólafi, er síðar skiptu með sér dýrunum.
í refagarðinum voru síðastliðinn vetur og sumar
15 pör fullorðnir silfurrefir og 20 silfurrefayrð-
lingar, sem hinir og aðrir áttu, en eitthvað var
búið að flytja þaðan, er ég kom þar. Umgengni
var ekki góð, en útbúnaður girðinga sæmilegur.
Eldi óheppulega mislukkað, 1. refur, sennilega ó-
frjór, notaður fyrir 6 læður, sem allar voru geldar.
0. Refabúið hjá Ólafi Hvanndal, myndamótara,
Reykjavík, stofnsett 1931. í refagarðinum voru &