Búnaðarrit - 01.01.1935, Page 121
BÚNAÐARRIT
115
pör fullorðnir silfurrel'ir og 18 yrðlingar. Umgengni
og útbúnaður á refagarðinum voru í góðu lagi.
7. Refabúið hjá Kristófer Grímssyni, Sogahlíð við
Reykjavík. í refagarðinuin voru 2 pör fullorðnir
silfurrefir, sem ekki hafa átt yrðlinga. Búið stofn-
að 1932. Umgengni og útbúnaður á refagarðinum
sæmilegur, en of einhæf fóðrun.
8. Refabúið í Grensás við Reykjavík. í refagarðin-
um voru 2 pör fullorðnir silfurrefir og 9 yrðling-
ar. Refahirðir var ekki heima, er ég kom þar, svo
að ég fékk litlar uppiýsingar, en sjáanlega hafði
verið fóðrað á of einhæfu fóðri. Umgengni og út-
búnaður sæmilegur að sjá, — koinst ekki inn í
garðinn. —
9. Refabúið hjá Gunnari Sigurðssyni á Gunnars-
hólma. Hjá eigandanum fékk ég engar upplýsing-
ar um húið, en ég kom á refagarðinn, og var um-
gengni að sjá góð hjá refahirði, er var ný tekinn
við þar. Útbúnaði á rcfagarðinum var í mörgu á-
bótavant, en átti að lagfærast. Tala dýranna var,
að sögn, eitthvað kringum 20 pör fullorðnir silf-
urrefir og 12 silfurrefayrðlingar, er upp komust;
vanhöld sögð mjög milcil í vor sökum slæmrar
hirðingar og fóðurs.
10. Refabú Freygarðs Þorvaldssonar, Vesturgötu 44,
Reykjavík. Á lniinu voru að sögn 5 pör fullorðnir
silfurrefir og 10 silfurrefayrðlingar. Bú þetta
fórst i'yrir að ég skoðaði, sökum þess, að það stóð
til að það yrði l'lutt austan úr Grímsnesi til
Reykjfivíkur, eða nærri lienni, áður en ég fór
fór þaðan, en það drógst lengur en eigandinn
bjóst við.
11. Refabúið sjá Tryggva Einarssyni í Miðdal, Mos-
fellssveit, stofnað 1931. í refagarðinum voru 4
pör silfurrefir og 19 yrðlingar. Umgengni, hirð-
ing og útbúnaður á refagarði var í bezta lagi.