Búnaðarrit - 01.01.1935, Síða 122
116
B Ú N A Ð A R R I T
12. Refabúið hjá Giiðm. Kr. Guðmundssyni, Minna-
Mosfelli, stofnað 1933, eða þá skipt úr Reykja-
hlíðarbúi. í refagarðinum voru 2 pör fullorðnir
silfurrefir og 5 silfurrefayrðlingar. Umgengni og
útbúnaður sæmilegur en eldi á yrðlingum mis-
lukkað. Of einhæf fóðrun.
Árnessýsla:
13. Refabúið á Laugarbökkum, eign Sigurþórs Jóns-
sonar, úrsmiðs, Reykjavík. í garðinum voru 8
pör fullorðnir silfurrefir og 8 sill'urrefa yrðlingar.
Umgengni sæmileg og útbúnaður á girðingum ekki
góður, en átti að lagfærast.
14. Refabúið á Ægissíðu hjá Þorgils Jónssyni. I refa-
garðinum voru 4 læður og 2 steggir, fullorðnir
silfurrefir og 4 silfurrefayrðlingar. Umgengni
sæmileg, en útbúnaður girðinga ekki góður, en
átti að umbætast. Refirnir voru fluttir til Islands
1930, en keyptir fyr úti í Noregi.
15. Refabúið hjá Davíð Þorsteinssyni, Arnbjarnarlæk,
stofnað 1931. í refagarðinum voru 13 læður og
11 steggir, fullorðnir silfurrefir, og 30 silfurrefa-
yrðlingar. Umgengni og hirðing virtist ekki hafa
verið góð, en útbúnaður refagirðínga var sæmi-
legur.
16. Refabúið á Þorgautsstöðum hjá Guðm. Jónssyni
o. fl., stofnað 1933, eða þá skipt lir refabúinu á
Arnbjarnarlæk. I refagarðinum voru 10 pör full-
orðnir silfurrefir og 43 silfurrefayrðlingar, en 53
yrðlingar fæddust, 10 drápust af ýmsum óhöpp-
um. Umgengni, hirðing og girðingar í góðu lagi.
17. Refabúið á Hamri hjá Kristófer Jónssyni o. f 1.,
stofnað 1932. í refagarðinum voru 4 pör fullorðnir
silfurrefir og 16 yrðlingar. Hirðing og umgengni
virtist ekki hafa verið góð, sérstakelga ó yrðling-
um,á fullorðnum dýrum sæmileg. Girðingar þær,