Búnaðarrit - 01.01.1935, Page 125
BÚNAÐARRIT
119
haustið 1933. G pör fullorðnir silfurrefir. 24 silf-
urrefayrðlingar fæddust en 17 komust upp. 18
pör ísl. refir, undan þeim 36 yrðlingar. Umgengni
og hirðing sæmileg. Girðingar sumar ekki góðar.
31. Refabúið á Gríshóli, stofnað 1933. í refagarðinum
voru 2 pör fullorðnir silfurrefir, önnur læðan átti
yrðlinga, en missti þá rétt strax af óþekktum á-
stæðum, 5 pör ísl. refir fullorðnir, 4 ísl. yrðl. (að-
eins 1 parið var fullorðið, sú læðan átti þessa 4
yrðl.). Umgengni og útbúnaður allur í góðu lagi.
32. Refahúið á Þingvöllum í Helgafellssveit, stofnað
1933. í refagarðinum voru 2 pör ísl. refir, árs-
gamlir, áttu eklti yrðlinga. Hirðing, umgengni og
útbúnaður girðinga í góðu lagi.
33. Refabúið í Elliðaey á Breiðafirði, stofnað 1933.
1 refagarðinum voru 3 pör ísl. refir. 2 læður létu
yrðlingunum að líkindum af hræðslu við ókunn-
uga, umgengni og útbúnaður refagarðsins i sæmi-
legu lagi.
34. Refabúið á Narfeyri á Skógarstörnd. í refagarð-
inum voru 3 pör ísl. refir. 3 af dýrunum voru
mjög léleg, en sett á til þess að prófa, hvort ekki
væri hægt að bæta þau með góðri meðferð. Um-
gengni og refagirðingarnar ekki í góðu lagi.
Dalasýsla:
35. Refabúið í Ljárskógum, hjá Jóni Guðmundssyni
o. fl„ stofnsett 1929. í refagarðinum voru 8 læður
og 3 steggir silfurrefa og 22 silfurrefayrðlingar
er komust upp; 1 læðan átli 4 yrðlinga, er fæddust
allir dauðir. Með silfurrefina var byrjað 1931. í
garðinum voru einnig 5 læður og 3 steggir, ísl.
rcfir, er áttu 28 yrðlinga. Þess skal getið að 1929
var byrjað með 3 pör ísl. refi, sem náð var á
grenjum, og á-ttu 2 læðurnar yrðlinga þegar á 1.
ári, (")I1 árin góð al'koma á búinu.
36. Refabúið í Hólum hjá Jóni Einarssyni, stofnað