Búnaðarrit - 01.01.1935, Page 134
128
BÚNAÐARRIT
mælingum, sein i'ramkvæmdar hafa verið og gerðar
áætlanir í sambandi við það, séð um reikningsfærslu
Verkfærakaupasjóðs og gefnar leiðbeiningar þeim
mönnum, sein leita upplýsinga um eitt eða annað á
skrifstofunni. Þetta er margþætt slarf, sem krefur
mikilla starfskrafta.
Mælingar og leiðbeiningar viðvikjandi jarðyrkju
hefir Pálmi Einarsson framkvæmt aðallega, og vísum
vér til skýrslu hans i þessum efnum. En þess ber að
geta, að árlega fjölgar þeim mönnum, sem óska að-
stoðar um eitt og annað, er að jarðyrkju lýtur, svo sem
um framræslu, áburð, jarðvinnslu, votheysverkun o.
fl. o. fl. Skylda Búnaðarfélagsins er að fullnægja
jiessu. Með þeim starfskröftum, er það nú befir, verður
því vart fullnægt, hvað þá ef nýir og óþekktir kraftar
eru settir að þcssu starfi.
Jarðabótaframkvæmdir. Á undanförnum árum er
talið, að alls hafi verið unnið að jarðabótum á land-
inu:
Mælt árið 1925
— — 1926
— — 1927
— — 1928
— — 1929
— — 1930
— 1931
— — 1932
— — 1933
238,855 dagsverk.
354,488
425,615
503,052
698,000 —
746,261
759,819 —
634,046 —
524,263
Jarðabótaskýrslurnar fyrir árið 1934 eru enn eigi
fullgerðar, en óhætt mun að fullyrða, að jarðabæturn-
ar síðastliðið ár munu vera nokkru meiri en árið 1933.
Samkvæmt fyrirmælum stjórnar Búnaðarfélagsins
er ætlazt til að samin verði sérstök skýrsla um áhrif
Jarðræktarlaganna síðastliðin 10 ár. Ég sé því eigi
ástæðu til að fjölyrða meira um þetta að sinni.